Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 52
52
Tannsakað jarðlög í Fossvogi, þó að mjer sje ekki kunn-
ugt um það; en hitt veit jeg, að viðar hefur verið minnst
á þau í ritum og álít jeg ekki þurfa að geta þess hjer.
Þá er næst að nefna Þorvald Thoroddsen, sem ritað
hefur nákvæmar um þessi lög, en áður hafði gert verið1 2;
er hann á sama máli og Keilhack um að Fossvogslögin
og önnur jafnaldra lög, eða sem álitin hafa verið jafnaldra
sjeu yngri en ísöld; ennfremur segir hann, að Fossvogs-
lögin hafi á sjer öll einkenni strandmvndana (»Disse Af-
lejringer i Fossvogur ere en tvpisk Kystdannelse«*). Þ.
Th. getur þess, að við fjarðarbotninn sjeu smágjör, lárjett
móbergslög, en »þegar dálitið dregur út eftir frá fjarðar-
botninum fara lögin að bogna« og eru »enn utar mjög
óregluleg« (Andvari 1904, bls. 47). Það hefði mátt bæta
því við, að nokkru utar en lögin fara að gerast mjög ó-
regluleg, er smágjörva móbergið alveg horfið, en hnull-
ungaberg komið i þess stað, og eins þvi, að utar enn
koma aftur lárjett lög af móbergi eða jafnvel sumstaðar
leirsteini, sem er mjög líkur leirnum við fossinn í Elliða-
ánum að flestu öðru en þvi, að hann er miklu harðari og
fleiri skeljar í honum. Þ. Th. getur þess ennfremur,
að kalkspatkrystallar sjeu í sumum skeljunum; er það líkt
og »sykurbergið« innan i skeljum úr Hallbjarnarstaða-
kambi, en krystallarnir eru þó miklu minni, einsog við
er að búast, þar sem Fossvogslögin eru miklu yngri en
Hallbjarnarstaðakambur og krystallarnir hafa því haft
skemmri tima til að vaxa.
1) Þorv. Thoroddsen: Postglaciale marine Aflejringer,
Kystterrasser og Strandlinjer i Island. Greograf. Tidsskr. XI. 1892,
hls. 5—6 (sjerpr.). Sami: Geogr. og Geolog. Undersög. ved den
sydl. Del af Faxaflói 0. s. frv. Sama tímarit XYII, 1903, bls.
1—2 (sjerpr.). Sami: Andvari 1904 bls. 47—48.
2) Postglaciale marine Afl. 0. s. frv. bls. 6 (sjerpr.).