Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 10
io
•eldi ok sé áðr vel litt. Mörk vegin brends silfrs skal
•ok at hundraði*. Nii er hundrað þriggja álna aura sama
sem 3 hundruð álna (360 álna) eðr 60 sex álna aura, og
verðr þá gangverð gulls og silfrs hið sarna sem áðr, að
hlutfali gulls við lögaura er sem 1 : 60 og silfrs sem 1
: 71/*- Hið sama verð er og á gulli og silfri i nýmæli
því við Kristinna laga þátt þeirra Þorláks og Ketils, er
stendur i Grg. II, 61. Þar segir svo: »Þat er lögeyrir 6
álnar vaðmáls...........Eyrir gulls fyrir 3 hundruð álna,
-mörk vegin brends silfrs er jöfn við eyri gulls«. Hérer
alveg sama hlutfall sem áðr. Það er kunnugt, að Krist-
inna-laga þáttr var saminn árin 1123 til 1133, en hvenær
nýmælið var sett vita menn eigi. Um ártal vorþíngis-
samþyktarinnar um fjárlag í Arnessþíngsókn vita menn
og eigi glögglega, en fyrir 1200 er húti gerð, því hún
hefir eigi orðið stika, heldr alinmálið; en stikumálið var
ieitt i lög árin 1195—1200. Það mun láta nærri sanni
að heimfæra vorþíngissamþyktina til 1190 (sbr. Isl.
Fornbr. I 316 og 306). Helir þá silfrverðið 1 : 71/2
staðið óbreytt frá 1080 til 1190.
Engar alþíngissamþyktir né vorþíngissamþyktir eru
síðan til, og vér vitum því ekki um verðlag á silfri fyrr
en lögbókin kom út 1281. í kaupabálki 5. kap. stendr:
»eyrir gulls þess er stendst eldíng fyrir 60 aura, eyrir
brends silfrs fyrir 6 aura«. Reyndar er nú engin furða,
ef að er gáð, þótt engin alþingissamþykt um fjárlag sé
til frá því á síðasta fjórðúngi tólftu aldar og þar til landið
gekk undir Noregskonúng. Sífeldr ófriðr og styrjaldir á
Sturlúngaöldinni eyddu löggjafarvaldi alþíngis svo mjög,
að vér höfum eigi frá 13. öldinni, ef frá er skilið ný-
mælið um kvonföng manna og ómagafærslu árið 1217,
önnur laganýmæli en um nokkra mesSudaga og að lík-
indum þau ákvæði 1253, að framar skyldi ganga guðs-
lög en manna. En það nýmæli finst eigi í Grágás, ef