Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 55
55
hnullungabergið á Suðurnesi er ekki allt myndað af sama
jökli; þar er ofan á dólerítinu ísnúið hnullungaberg, og
svo ofan á því aftur önnur yngri jökulurð, sem þó er
orðin ærið hörð. I Fossvogi er nú jökulurð ekki ein-
ungis ofan á skeljalögunum, heldur líka undir þeirn, og
samsvarar þetta auðsjáanlega Suðurnesjökulurðunum, en
skeljalögin, sem líklega hafa verið einnig þar ofan á neðri
jökulurðinni, hefur tekið burt jökullinn, sem þarna beitti
sjer betur. I efri jökulurðinni eru hjer og hvar smá skelja-
brot, og eru það líklega leifarnar af skeljalögunum, sem
jökullinn hefur sorfið sundur.
Það hefur þá verið blandað saman a. m. k. fernum
misgömlum jarðmyndunum, sem yngri eru enn ísnúin
dóleríthraun við Reykjavík, og eru það þessar:
1. Botnurð undan skriðjökli, sem fór hjer yfir,
eftir að dóleríthraun voru til á landinu hjer í kring.
(Neðri Jökulurðin á Suðurnesi; hnullungabergið undir
skeljalögunum í Fossvogi).1
2. Leirberg og móberg með skeljum. (I Fossvogi
og víðar).
3. Botnurð eftir skriðjökul. (Efri jökulurðin á
Suðurnesi; hnullungabergið ofan á skeljalögunum í
Fossvogi).
4. Leirlög yngri en síðasti skriðjökull, sem legið
hefur hjer yfir nesjunum. (Leirlögin í Grafarvogi og
víða annarsstaðar).
Eins og menn sjá af þvi, sem áður hefur verið til-
fært, eru jarðmyndanir, sem jafnað er siman við Foss-
vogslögin til í blettum hjer og hvar um nesin, og það má
telja efalaust, að slik lög hafi áður náð yfir miklu stærra
svæði en nú, en jöklar víðast hvar sópað þeim burt.
Það er áreiðanlegt, að nokkru fyrir sunnan Klepp
1) Hið sléttaða og rákaða móberg Winklers, sem áður
var getið um, virðist vera neðri jökulurðin (1.)