Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 13
13
hundrað silfrs að ræða, 3 60 örtuga, og er þá þetta hundr-
uð »eitt sér« sannarlega skrítið hundrað. Með öðrum
-orðum: hundrað »eitt sér« skal merkja 6 hdr., svo
enginn munr verðr á »hundraði einu sér« og á hundraði
6 álna aura. Þessu samkvæmt er það er hann telr Þor-
stein i Ávik bættan einum 10 hdr. í sögu Þorgils Odda-
sonar og Hafliða Mássonar (Sturl. útg. 1878, Ii2)stendr
nú »10 hundruð 3 álna aura«, og eru það 30 hdr., er
Hafliði galt fyrir vig Þorsteins. Þetta var árið 1117, og verða
þá vígsbætrnar 71/* bundrað lögsilfrs hins forna, en 4
hdr. af brendu silfri. Tökum enn það dæmi, er Hafliði
Másson gerði á alþingi árið 1121 á hönd Þorgilsi Odda-
syni fyrir áverkann »átta tigu hundraða þriggja álna
aura«‘ (Sturl. I, 38). Dæmið er nú þannig í tölum:
8oXI2°X3- Nú er léttast að margfalda eingöngu 80
hdr. með 3 er gerir 240 hdr. == tvö hdr. hundraða, því
120 hdr. er sama sem eitt hdr. hundraða. Enda er hægt
að sjá í hendi sinni, að þrjár 80 hundraða jarðir eru tvö
hundruð hundraða. Þessi upphæð gerir 60 hdr. lögsilfrs
en 32 hdr. af brendu silfri þess tíma.
Alt það er nú hefir sagt verið um silfrgang að fornu
hlyti þó að reynast ósatt með öllu, ef kenníng sú væri
rétt, er dr. Valtýr Guðmundsson hefir flutt um manngjöld
-og hundrað í Germanistische ^Abhandlungen 523—554 bl.
Valtýr byggir á því sem vissu, að manngjöldin, eðr nið-
gjöldin réttara sagl, hafi verið 15 merkr silfrs, og fyrir
því hafi hlotið að vera í hundraði silfrs, er getur um í
sögum vorum, hundrað (120) aura silfrs =15 merkr.
En engin rök leiðir þó dr. Valtýr að þessari kenníng
sinni, er því verðr einber tilgáta, því hvorki sannar hann
1) I Kristnisögu 31. bl. stendur að Hafliði bafi gert „lx
hundruð sex álna aura“. Hér er sjálfsagt lx misritað fyrir xl,
eðr 60 fyrir 40, því 40 hdr. 6 álna aura er sama sem 80 hdr. 3
álna aura.