Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 66
66
í hernaði, þegar skip lágu í höfn og lið var á landi uppir
höfðu menn margskonar skemmtun, æfðu fimleika sína
og atgjörvi. Opt og einatt voru Hka sérstakar samkom-
ur haldnar íþróttanna sjálfra vegna. Það voru eins konar
þjóðlegar sýningar, sprottnar af starfsþrá og kappfýsi ungra
manna, eins konar opinber próf, er guldu heiður að laun-
um hverjum þeim, er vel fékk staðist, en skömm og
skaða þeim, er illa var undir búinn.
Alþing hið forna var ekki einungis alvarleg stjórn-
málasamkoma, heldur jaínframt alþjóðleg skemmtisam-
koma. Ungir og gamlir, jafnt konur sem karlar, hvaðan-
æva af landinu útnesja og óbyggða á milli, streymdu
þangað búnir bezta skarti og blönduðu hugum. Þar var
margur knár drengur kominn, er fýsti að vita, hvað hann
mætti sín, fýsti að reyna orku og íþróttir við menn úr
öðrum landsfjórðungum. Hann fann aflið vaka í vöðv-
um sér og brjóstið svella við þá von, að standa sem sig-
urvegari í augsýn fjölda áhorfenda, lofaður af mönnum
og mærður af meyjum. — Lítum norður eftir völlunum
upp til Fangabrekku. Gjábarmurinn og brekkan er
þéttskipaður fólki, en niðrundan á sléttunni g a n g a s t
mennað sveitum og glíma. Hvor fylkingin
stendur andspænis annari sem í orrustu, öðrum megin
Vestfirðingar, hinum megin Norðlendingar; þar er Már
sonur Víga-Glúms fyrirliði. Allir hafa kastað bol-
k 1 æ ð u m til þess að vera sem léttastir, enda má þar
sjá margan snaran snúning og fimlegt bragð. Vér þekkj-
um þar hælkrók og hnykk, klofbragð og
sveiflu, leggjarbragð og sniðglímu. »Eina
íþrótt höfum vér þó erft af feðrunum; megi hún lengi
lifa«, hugsum vér með oss. Allt í einu heyrist óp yfir
völlinn. Vestfirðingar eru að því komnir að vinna sigur..
Már stendur uppi við annan mann, en margir á móti.
í sama bili ber þar að mann, þrekvaxinn og hvatlegan..