Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 163
I03
með liðsinni himintunglanna einna, til að sækja til ann-
ara landa nauðsynjar vorar? hvar er nú rausn sú hin
mikla og manndómur, er knúði oss til að víkja frá fyr-
irhyggjusömum föður og ástúðlegri móður, til að leita
oss fjár og frægðar í öðrum löndum, og kynna oss siðu
þeirra? Hvar er nú sú virðing á landbúnaði og bænda-
stjett, er vjer sýndum og uppihjeldum? Því eptir að
vjer höfðum verið nokkur ár í kaupferðum eða í víking,
eða þjónað tignustu mönnum og konungum, þá vitjuð-
um vjer föðurleifða vorra, leituðum oss sæmilegs kvon-
fangs, og sáturn þaðan af í búum vorum og gengum til
allra starfa. Eða hvar eru allir túngarðarnir og merkis-
garðarnir og þvergarðarnir, sem vjer eptirljetum yður?
hvað er orðið af ökrunum, sem vjer plægðum og sáðum
og uppskárum? Þjer getið að visu sýnt oss merki alls
þessa enn í dag, en þessi rnerki eru nýr vitnisburður um
dáð vora og dugnað og kunnáttu, að tíminn, sem öllu
eyðir, ásamt með dáðleysi yðar skuli eigi vera búinn að
eyðileggja handaverk vor með öllu. En þjer, afkomend-
ur vorir, þjer eigið nú varla skip í eigu yðar það er haf-
fært sje, og þó brestur yður enn meir þor til að voga
yður út á hafið, þó segulstálið og mælingarfræðin, sem
vjer þektum eigi, leggist nú á eitt með himintunglunum,
og æpi til yðar og frýi yður hugar, og bjóði yður leið-
sögn sína; og neyðin, sjálf neyðin, sem er há-
raustuðust allra norna og áfjáðust, hún fær engu til leið-
ar komið við yður! Þjer látið útlenda færa yður það alt
heim í hlaðið, sem yður vanefnar um, og þar megið
þjer selja þeim sjálfdæmi, eins og vjer gerðum, þegar
vjer unnum víg eða annað, sem þjer nú kallið ódáða-
verk, þar rnegið þjer taka við því, er þeir færa yður,
hvort það er gott eða ilt, nóg eða ónóg og við slíku
verði, er þeir ákveða sjálfir, og er þá vel, ef þeir hælast
11*