Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 28
28
Útlimir fiskanna nefnast eyruggar og kviðuggar'
svara þeir til framfóta og afturfóta hjá æðri dýrum, og
eru vanalega lítið notaðir til að koma fiskinum áfram, en
með þeim heldur hann horfi, og stýrir sér að nokkru leyti.
F.ftir því sem ofar dregur í dýraríkinu þróast nú
útlimirnir, unz hreyfingm er orðin þeirra starf; en sporð-
urinn rýrnar, og gætir hans varla á sumum dýrum; en
á öðrum er þessi öfluga hreyfivél orðin að mjórri rófu,
sem höfð er fyrir svipu á flugurnar, sem ónáða dýrið.
Ymislegt er þó athugavert við það, sem nú var
sagt. Til eru nokkurs konar fuglar i fiskahóp, þar sem
fiskarnir hreyfast á framlimunum; eru það flugfiskarnir;
eyruggar þeirra eru mjög breiðir og langir, flugfiskarnir
stökkva upp úr sjónum og líða svo i loftinu nokkurn
spöl á þessum vængjum.
Til eru líka fiskar, sem »ganga á 4 fótum«; sumir
klifrast um kóralla neðansjávar, en aðrir ganga um á þuru
landi þegar fjarar út af þeini, og sumir klifrast jafnvel
um mangróvetrjen, sem vaxa í hitabeltinu, nær á takmörk-
um lands og lagar. Þessar ferfætlur í fiskaröð geta nú
ef til vill gefið mönnum hugmynd um, hvernig lagardýr
hafa fyrst farið að breytast í landdýr.
Froskdýrin eru i æsku eingöngu lagardýr og
synda með sporði; með aldrinum taka froskarnir ham-
skiftum, fá 4 myndarlega útlimi og hoppa á land upp;
en á sundi beita þeir síðan afturlimunum líkt og sund-
menn fótunum. I æsku svipar þeim til fiska, en full-
orðnir eru þeir að limalagi einsog nokkurskonar skripa-
myndir af mönnurn, og hefur þessi líking oft verið not-
uð f skopinyndum.
Einnig í froskaröð eru til flugdýr; tærnar á fram-
og afturfótum þessara »flugfroska« eru mjög langar, og
fit á milli; ber þetta þá uppi þegar þeir stökkva grein af
grein, og geta þeir því komizt miklu Iengra en ella; setn