Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 62
hér að eins tvö dæmi. Snorri segir frá því í Heims-
kringlu, að eitt sinn er Olafur konungur helgi var að
veizlu hjá Astu móður sinni, reikuðu þau úti og komu
að tjörn nokkurri. Þai voru fyrir sveinarnir, hálfbræður
konungs, og léku leikum sínum. Guttormur og Hálfdan
gjörðu sér bæi stóra og kornhlöður og höfðu fjölda bú-
fénaðar. »Þat var leikr þeira.« Skammt þaðan við
tjörnina, i leirvík nokkurri, var Haraldur og hafði tré-
spæni, er hann lét fljóta með landi fram. Konungur
spurði, hvað það skyldi. Hann kvað það vera herskip
sín. Þá hló konungur og mælti: »Vera kann frændiað
þar komi, að þú ráðir fyrir skipum«. Þá kallaði hann
á hina og spurði Guttorm: »Hvað vildir þú flest eiga,
frændi?« »Akra«, segir hann. »Hversu víða akra mund-
ir þú eiga vilja?« Sveinninn svarar: »Það vildi eg að
nesið þetta, er út gengur í vatnið, væri alt sáð hvert
sumar«. En þar stóðu io bæir. Þá spurði konungur
Hálfdán, hvað hann vildi flest eiga. »Kýr«, segir hann.
»Hversu margar vildir þú kýr eiga?« Hálfdán segir:
»Þá er þær gengi til vatns, skyldu þær standa sem þéttast
umhverfis vatnið«. Konungur svarar: »Bú stór viljið
þið eiga; það er likt föður ykkar«. Þá spyr konungur
Harald. »Hvað vildir þú flesl eiga?« »Húskarla«,
segir hann. Konungur mælti: »Hve marga viltu
þá eiga?« »Það vildi eg, að þeir æti að einu máli
kýr Hálfdánar bróður míns«. Konungur hló og mælti
til Ástu: »Hér muntu konung upp fæða, móðir«. Og
spáin rættist. Þessi sveinn var Haraldur, er síðar varð
konungur yfir Noregi og kallaður hinn harðráði. Lík
saga er um barnleika Guðmundar góða og Ög-
mundar Þorvarðssonar, er síðar varð mikill höfðingi.
Þeir höfðu margt ungmenna með sér í æsku, og ávalt
fór svo að lokum um leika þeirra, hvað sem til var tek-