Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 67
67
»Gakk til fangs við oss, Ingólfur«, kallar Már; »eg á
kosningu!« Ingólfur gjörir svo. Og nú fella þeir fé-
lagar hvern að öðrum, þar til er enginn stendur uppi.
Þá kveður við annað óp, öflugra en fyr. »Eigi skal svo
hátt hrósað sigri þeirra Norðlinganna á næsta þingi«,
hugsa Vestfirðingar og hverfa frá. — Skömmu siðar sjá-
um vér, hvar menn þreyta stökkfimi, bæði á hæð og
lengd. Þar ber einn af öllum. »Vel er stokkið*, kalla
menn; »en betur gjörði þó Gunnar frá Hlíðarenda, er
hann hljóp hæð sina í öllum herbúnaði, og Skarphéðinn,
er hann renndi 9 álnir milli isa á Markarfljóti«. — Þar
stendur maður við búðardyr og leikur að handsöxum þrem-
ur; er jafnan eitt á lopti. »Handviss maður ertu, Þórður,
er þú hendir æ meðalkaflann«, segir félagi hans. »Eða
hvort muntu jafnsnjallur Olafi Tryggvasynir Hann sá eg
eika leik þenna 1' Noregi og hlaupa samtímis utanborðs
á árum, er menn hans reru á Orminum«. — Annan dag
eptir verður oss reikað niður með Þingvallavatni. Þar
þreyta menn sund, en aðrir horfa á á landi. Oss þykir það
einkennilegt við þessar sundfarir, að fáir reyna, hver
lengst megi synda á sama tíma, heldur miðar samkeppn-
in að því, að kaffæra hver annan. Lítum á þessa
tvo rösklegu menn, er steypa sér i vatnið i þessari svip-
an. Annar er í dökkum, hinn í hvítum sundfötum.
Þeir synda lengi í kafi sem selir. Loks koma þeir upp,
lita hvor til annars og ráða saman. Ljósklæddi sundmað-
urinn rekur hinn í kaf, og eru þeir niðri um hríð; koma
síðan upp og taka hvíld. Annað sinn seilist hann til fé-
laga síns og vill færa hann niður, en hinn dökkklæddi
bregður við skjótt og keyrir hann undir sig. Eru þeir
nú sýnu lengur niðri en fyr. í þriðja sinn hverfa þeir
í kaf, og nú þykir oss örvænt um að þeim endist and-
rúmið. Upp koma þeir þó að lokum, og snýr hinn
5*