Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 81
8i
verpi ættar sinnar. Efni heitisins var því jafnan, að vinna
eitthvert framaverk innan tiltekins tíma eða láta lífið að
öðrum kosti. Margur var sá. er kunni ekki kröptum sín-
um hóf við slík tækifæri. Heitur af drykk og hetjumóð
hét hann að leysa af hendi verk, er voru honum ofvax-
in. Enda kom iðrunin einatt að morgni, er ölvíman var
runnin og kappið dofnað. Hvern rekur eigi minni til
Jómsvíkinga, er Sveinn konungur tjúguskegg tælir með
sterkum drykk og stórum orðum til að strengja pess
heit, að fella Hákon Hlaðajarl eða flæma hann úr landi?
En allt um það var þessi ölsiður einkar þýðingarmikill
að því leyti, er hann efldi mjög starfsþrá manna og
framtakssemi.
Kýmnislund og hæðni fornmanna, er bregður svo
víða fyrir i sögunum, lýsti sér ekki sizt í ölmálum þeirra.
Glettnar glósur fuku í hendingum bekkja á milli, og vei
þeim er eigi var skjótur til svars.
»Hvaðan kennir þeí þenna?
Þórðr andar nú handan1
kveður Ingimundur prestur til Þórðar Þorvaldssonar í
brúðkaupinu á Reykhólum, sem áður er getið. Þessi
lyndiseinkunn, að hafa glöggt auga fyrir hinu hiægilega
við menn og málefni og gjöra sér það að gamanræðum,
kemur fram i leik þeim, er nefndist s y r p u þingsiög
(s y r p a = sorp, syrpuþing = lélegt, hlægilegt
þing). Það var eins konar sjónleikur, er hafði að efni
að gjöra gys að málatraðki manna á þingum, einkum
þeirra, er miklar sögur fóru af. Þess er getið í Ljós-
vetningasögu, að Vöðu-Brandur hafi fyrstur fundið þenna
leik. Hann minnir oss einnig á það atriði í Njálu, er
börn leika málaferli þeirra Hrúts og Marðar gígju.
T ö f 1 hafa jafnan þótt vel til þess fallin, að skerpa
6