Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 170
mentun þeirra. Enginn hvatti þá íslendinga svo innilega
og alvarlega, enginn svo ákaflega og skörulega til íhug-
unar, atorku og framkvæmda sem hann. Einnig íann
hann óspart að dönskuslettunum og dró þá menn sund-
ur og saman i háði, sem þóttust upp úr því vaxnir að
tala móðurmál sitt öðru visi en alt bjagað og dönsku-
skotið. Hann gerði þetta fyrstur manna á 19. öld, og
þó var hann sjálfur eigi fastari á svellinu en svo, að hann
fer fyr en hann veit af i miðju brjefi til Bjarna amt-
manns Thorsteinssonar að rita á dönsku. Hann ritar
einnig nafn sitt stundum á dönsku og á innsigli sitt hef-
ur hann látið setja »B Eitlarsen*. Meðfram var þetta
af því að hann var erlendis, og það mátti heita venja
meðal Islendinga að nta nafn sitt á dönsku, ef þeir rit-
uðu eitthvað á því niáli. Tómas Sæmundsson
ritaði sig »Thomas Sæmundsen«, J ó n a s H a 11 g r í ms-
s o n jafnvel »Hallgrímsen« og kappinn sjálfur, sem fyrst-
urvarð til þess að kveða niður þennan ósóma, Konráð
Gíslason ritaði sig »Gislesen«, er hann sótti um til
Rentukammersins að fá fargjald sitt endurgoldið, og þó
var hann þá innblásinn af anda R a s k s og fylgir rétt-
ritun hans, svo að Rentukammerið strikar undir stafsetn-
tnguna á umsókn hans1. Baldvin varð einhver fyrsti til
þess að bregða opt út af þessari venju, og hann ritaði
gott og mjög lipurt mál, eptir þvi sem um var að gera
á dögum hans; en ýms tíðska hjekk utan á houum eins
og laust ullarreifi, og hann haíði eigi enn hrist það al-
gjörlega af sjer, sem eigi var heldur von.
Þótt Baldvin væri fyrst og fremst áhugamaður,
alvörumaður og framkvæmdamaður, brá hann þó optar
fyrir sig hæðni en þá er hann var að verja íslenskuna
fyrir dönskuslettunum, en hann gerði það mjög sjaldan
1) Islanils Journal 17, nr. 346.