Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 54
54
Jökulurð ofan á skeljalögunum er nú, eftir þvi sem
hagar til á þessum stöðum, óyggjandi sönnun fyrir því,
að þessi skeljalög eru e k k i yngri en ísöldin; að þau
sjeu ekki eldri en ísöld hefur margoft verið sýnt og
hljóta þau því að vísu að vera orðin til eftir að jökull
hafði gengið þarna yfir; íslaust hefur þar verið, þegar
sandmigurnar lifðu í leirnum, sem nú er orðinn að bergi
utanum skeljar þeirra, en síðan kom jökull yfir aftur og
hlóð niður botnurðinni ofan á skeljalögunum, en víðast
hvar sópaði hann lögum þessum burtu.
Það er ekki eitt heldur allt, sem sýnir, að jökull
hefur gengið yfir skeljalögin í Fossvogi o. s. frv. Upp-
haflega hafa þau ekki verið eins óregluleg og þau
eru nú, heldur hefur eitthvert afl raskað þeim, jafnvel
eftir að sum af þeim að minnstá kosti, voru orðin hörð;
sumstaðar eru þau lárjett, annarstaðar bogin, og er skrit-
ið að sjá, hvernig holur sem mynduðust er leirlögin
bognuðu upp hafa fyllst af aur; annarstaðar varð beygjan
svo mikil að lögin brotnuðu, brotin hafa færst úr stað —
í sömu átt eins og ísrákirnar benda — og stundum hafa
raðast saman brotin á þann hátt, að það líkist hallandi
lögum; þar sem enn þá meira reyndi á, hefur allt moln-
að sundur og blandast saman við jökulurðina. Þetta má
sjá jafnvel sumstaðar í Fossvogi og hafa þó skeljalögin
varðveizt þar einmitt af því, að skriðjökullinn hefur ekki
náð sjer þar verulega niðri. A Suðurnesi eru meiri og
dýpri ísrákir en eg hef sjeð á nokkrum öðrum stað í
nágrenni Reykjavíkur; þar er hnullungaberg, sem er mjög
svipað hnullungaberginu í Fossvogi, og er það svo hart,
að brimið losar úr því um sprungufletina (joints) björg,
sem eru mörg þúsund pund að þyngd. En skeljalög,
eins og í Fossvogi eru þar engin eða því sem næst;1
1) Austantil á nesinu er bakki með skeljalögum i, og er
það miklu yngra en siðasta jökulbreiðan.