Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 44
44
hverja mínútu og er því íætt við, i5 eitthvað sje bland-
að málum, þar sem segir í sögunni, að þær geti tekið
köf svo löng og synt svo hratt, að selur eigi fult i fangi
með að leika eftir þeim, — og er oft svo í sögum.
Sækýrnar eru »útlærð« vatnadýr og alveg ósjálf-
bjarga á þuru landi; en vegna grasbítsnáttúru sinnar hafa
þær aldrei leiðst til að leggja á hafið og standa þvi sem
sunddýr langt á baki selum og hvölum; af sömu ástæðu.
hafa þær aldrei átt í eltingaleik neðansjávar, þar sem oft
reið á, að geta verið sem lengst í kafi til þess að bráðin,
gengi þeim ekki úr gini; því eru þær andstyttri mikln
en hvalir, og verri kafarar.
* * *
Af þessu stutta yfirliti yfir hryggdýrin sjáum vjerr
að í öllum flokkunum eru dýr með ýmsu hreyfingarlagi;
í engum flokknum eru eingöngu sunddýr, gangdýr eða
flugdýr, en þó hefit hver flokkur eitt aðalhreyfingarlag.
Fiskarnir, sem næstir standa frumstofni hryggdýrannar
beita ennþá einkum sporðinum, upprunalega sundfæri
hryggdýranna, en rnest hafa fjarlægst foríeður sína fugl-
arnir, þar sem framlitnirnir eru orðnir þeirra aðal-hreyf-
ingarfæri; er sá flokkurinn jafnleitastur og — að því
leyti, sem bent hefir verið á — fullkomnastur. Spen-
dýrin hafa líka bgt af sporðinn sem hreyfingarfæri og
hreyfast flest á fram- og afturlimum í sem og eru þau
miklu sundurleitari sín á milli en fuglarnir.
Bent hefir verið á, hvernig kemur fram í öllum
flokkum viðleitnin á að komast um loftið, og ennt'remur
hvernig dýrin hverfa aftur til hreyfingarlags, sem forfeð-
ur þeirra hafa haft; ber þar mest á afturhvarfinu til
vatnsins.
Við þetta kemur fram nokkurskonar hringferð í