Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 174
174
18í i, »og miklir viðburðir sýnast í vændum. Mannanna
frelsisandi vaknar, og krefst síns rjettar hjá konungum
og einvaldsherrum. í Englandi eru þeir að breyta stjórn-
arforminu sjálfir í friði án alls ofstopa, og likt er því
varið hjer i landi. F r i ð r i k konungur hinn 6. hefir
skipað kancelliinu að semja reglur, eptir hverjum að viss-
ir menn eiga að veljast i hverjum parti rikisins, og eiga
þeir að koma saman og ráðsiaga um þess hjeraðsins
nauðsynjar, sem þeir heyra til, og siðan eiga ráð þeirra
og frumvörp að sendast konungi til staðfestingar. Ef
þetta kemst á í Islandi, þá fáum við alþing aptur i Is-
landi, og væri þess mjög að óska. Eg ætla að færa
Orsted1 frumvarp til þess heimulega«.
Um haustið (6. septbr. 1831) ritar Baldvin föður
sínum: »því er betur að margir undirsátar ná nú vilja
sínum«, og telur upp tíðindin frá útlöndum.
Frelsishreyfingar í Evprópu voru orsökin til þess að
Friðrik 6. gaf út tilskipun 28. mai 1831 um að tvö ráð-
gefandi fulltrúaþing skyldi setja á stofn í Danmörku,
annað handa Jótum, en hitt handa Eydönum og skyldi
Island taka þátt i því. Um haustið spurði Kancelliið amt-
mennina á Islandi um álit þeirra um, hvernig auðveld-
ast mundi vera fyrir ísland að taka þátt í fulltrúaþingun-
um i Danmörku; átta amtmennirnir og að leita álits
annara vitra manna á íslandi um þetta, einkum meðal
embættismannanna.
Jafnskjótt er tilskipunin kom út, tók Baldvin að
hugsa um að hve miklu leyti tilgangi konungs með full-
trúaþingin yrði náð á íslandi, ef það samkvæmt bókstaf
tilskipunarinnar ætti þing saman með Sjálandi og eyjun-
um, en hann átti þá próf fyrir höndum og ýmsu öðru
1) Það er Anders Sandöe Örsted, lögfræðingurinn mikli.
Hann var þá einn af kinum lielstu embættismönnum í Kaneelliinu.