Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 98
98
Göngu-Hrólfssögu (sbr. »Máni karl« i Hróm. s. Greipsson-
ar). Það er líkt og þegar Mardöll (Freyja) er orðin að
»M æ r þ ö 11 u« i Þjóðsögunum (II. 424), eða »B í 1 d r«
er kominn í stað Baldrs i Hróm. s. Greipssonar.
Með þessu er fyrst og fremst fengin fullnægjandi
skýring á vísuorðinu i Vafþr. 35. og orðaskiftum Loka
við Byggvi og Beylu i Lokasennu. Eftir fornri trú er
heimskvörnin langt norður i hafi, ytír nyrzta heims-
brunninum (Hvergelmi), þar sem vötnin eiga upptök sin,
og malar »liðmeldr« (möl og rnold), er dreifist um jörð-
ina. Auga fiennar er hafsaugað, sem enn er oft
nefnt i daglegu tali. Þá er það og ljóst, að sagan um
kvörn Fróða, sem mól gull og frið og sælu, á eðli-
legar rætur í hinni fornu trú á heimskvörnina, sem var
í varðveizlu F r e y s, því Fróði á skylt við Frey, sem
mörg merki má sjá til (sbr. Flateyjarbók I. 404, þar sem
Olafur Tryggvason er látinn segja: »Frey var kendr friðr
sá enn mikli, er í Svíþjóð var um hans daga, en Danir
kendu þann frið Fróða konungi, er réð fyrir Danmörku,
ok kölluðu þeir þat Fróða frið*)1. Enn fremur er hér
gjörð grein fyrir afstöðu og hlutverki Mundilfæra, og
hinni furðulegu ættleiðslu Heimdallar frá níu mæðrum
(meyjum, Gylf. 27), en engum föður í venjulegum skiln-
ingi, þótt næst liggi að telja Mundilfæra föður hans2.
Annars er það sennilegt, að Heimdallr sé sama vera og
Glenr (0: hinn bjarti, ljómandi), maður Sólar (sjá Rydb.:
1) Steinarnir í kvörn Fróða hafa líklega átt að vera brot
úr steinum heimskvarnarinnar (sbr. Grott. 11—12). B. Gt. (Tim.
Bmf. V. 109) setnr Grotta í samband við „fékvörn11 og kvarnir i
fiska- (og hvala-)höfðum. Prá kvörn í hafi (svelg) mun það stafa,
að kalla hyl i á „kvörn“.
2) Kigveda nefnir líka Savitri sem skapara eldguðsins
Agni, sem talinn er sonur margra mæðra (Germ. Myth. II. 76,80).