Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 86
86
tiðkazt að eins á fornheiðnum timum. Það var þá titt,
er menn sátu að máltíð, að kasta beinunum i hrúgu á
gólfið (sbr. beinasorp, Fas I 65). Lá þá nærri að
mörgum kesknum karli yrði fyrir að senda einhverjum
andbýlinga sinna hnútu og vita, hversu karlmannlega
væri á móti tekið. Kom þá svo löngum, að hnútur
flugu unnvörpum bekkja á milli; greip hver sem bezt
hann kunni og sendi aptur af alefli. Og því eðlilegra
var, að þetta yrði að alvanalegu veizlugamni, sem mikils
var um vert fyrir bardagamenn, að kunna vel að grípa
og hæfa. Saxo grammaticus getur þess í lýsingu sinni á
brúðkaupi Agnars í höll Hrólfs kraka, »að kapparnir
gjörðust kátir og höfðu það til gamans sér að kasta
hnútum að þeim, er Hjalti hét«. Við risa brúðkaup í
Bárðarsögu höfðu menn sér til skemmtunar hnútukast
og glímur.
Orðtækið: »að eiga við ramman reip að draga« á
ætt sina að rekja til þeirrar aflraunar, er nefndist r e i p-
d r á 11 u r. Menn toguðust á um reipi, tveir eða fleiri.
Um Eirík eygóða Danakonung er það í frásögur fært,
að hann sat í öndvegi og togaðist á við fjóra sterka
menn hvorri hendi og gjörði annað tveggja, að rykkja af
þeim reipunum eða draga þá til skiptis upp að knjám
sér. Svipuð aflraun var að toga hönk; tveir menn
tóku hring úr tág eða reipi, settust flötum beinum á
gólfið, spyrntust i iljar og streittust við báðum höndum,
unz annar missti eða hrökk upp. Opt notuðu menn
belti, með því að þau voru tíðast við höndina, og nefnd-
ist þá aflraunin beltadráttur. Eða menn toguðust
á um kefli í stað hrings, eins og enn tiðkast víða hér á
landi. — Þá var og skinndráttur aflraun milli
tveggja manna; tók hvor í sinn enda á húð eða skinni
og sviptust á standandi. Beittu þeir ýmsutn brögðum
hvor um sig til þess að ná skinninu af keppinaut sínum