Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 177
177
veldlega komið fyrir, fiar sem þeir væru svo fjarlægir
kjósendum, og hinir fulltruar þingsins væru að mestu
leyti neyddir til þess að fara eptir orðum þeirra og
ráðum.
Baldvin leiðir þvi næst rök að þvi, að fulltrúaþing
sje enn nauðsynlegra á íslandi en í Danmörku til þess
að stjórnin fái nákvæma þekkingu á landinu og til þess
að glæða þjóðarandann. — Aptur á móti þurfi ísland eigi
fulltrúaþing framar en Danmörk tii þess að ná hinu
þriðja takmarki þinganna, eða því, að binda þau bönd,
sem tengja konungsættina og þjóðina saman, enn inni-
legar. — En ef stjórnin eigi að fá næga þekkingu á ís-
landi og ef glæða eigi þjóðarandann, þá verða miklu
fleiri en tveir eða þrír af íbúum landsins að fá sæti á
fulltrúaþinginu, en það er eigi auðvelt, ef þeir eiga að
fara 300 mílur i burtu frá íslandi til að sækja þing á
Sjálandi. Hins vegar væri það mjög auðvelt, ef ísland
fengi þing fyrir sig í landinu sjálfu. Hann leiðir nú rök
að því hve nauðsynlegt sje að þing sje haldið í landinu
sjálfu og hrekur þær mótbárur, sem hann ætlar að kom-
ið yrði með á móti því, og getur um, hve margt gott
geti leitt af þingsamkomu fyrir embættismennina, ef þeir
fái færi á að tala saman, og fyrir samkomulag þeirra við
almenning.
Þá talar hann um kostnaðinn við að heyja þing
innanlands. Hann ætlast til að tveir fulltrúar sjeu kosnir
fyrir hverja sýslu, nema fyrir Vestmannaeyjar og Stranda-
sýslu. Alls eru það 34 fulltrúar. Þeim, sem næst búa
þingstaðnum, ætlar hann 15 rd. í ferðakostnað og annað,
en þingfararkaupið átti að stíga eptir fjarlægðinni frá
þingstaðnum; hæst áttu fulltrúarnir úr Múlasýslum að fá,
40 rd. Það verður til samans 800 rd. Hann gerir ráð
fj rir að allur þingkostnaðurinn verði 1000 rd. á ári, og
12