Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 23
23
tekið fram, að enginn sé skyldr meiru að bæta en hann
hefði rétt til að taka.
IV. Tilbreytíngin nær frá 199*9 til 20011.
Hún er sú, að skapbætendr vantar að einhverjum
einum baugi eðr fleirum, en skapþiggendr eru til að
hverjum baugi. Tilbreytíng pessi er því hliðstæð við II.
tilbreyting. Fyrsta tilvik: »Nú eru engir skap-
bætendr til höfuðbaugs, en viðtakendr eru til, þá skal
vegandi bæta höfuðbaugi fullum með þaki og þveitum,
ef hann er sýkn ok samlendr, enda skalat hann fleir-
um baugum bæta«. Er þessi staðr sá einn i Baugatali, er
vegandi er kvaddr til baugbóta; en það er með sjaldgæf-
um skilmálum, því hér er þó eigi um vígsbætr að ræða.
Affoll verða hér engin, ef eigi vantar skapbætendr nema
að höfuðbaugi. A n n a ð t i 1 v i k; Sé nú vegandi eigi
til slíkr sem nú var tiltekið, »þá skulu þeir bæta baug-
um tveim, er taldir eru til tvitugaura, sínum baugi full-
um ok höfuðbaugi skerðum hálfri mörk«. Afföllin verða
hér 10 aur. og H8 þveiti, sem við II tilbreyting 1. ,til-
vik. Þ r i ð j a t i 1 v i k: Nú eru engir nánari bætendr
til en að þriðja baugi, »þá skulu þeir bæta baugum þrem,
sínum baugi fullum ok tveim mörkum at þrímerkingi ok
tveim mörkum at tvitugaura, ef viðtakendr eru til«. Af-
föllin hér eru samtals 22 aur. og 80 þveiti, sem við II.
tilbreytíng, 2. tilvik. Fjórða tilvik: Ef engir eru
nánari bætendr til en að 4. baugi, skulu þeir bæta baug-
um fjórum, en einúngis 12 aurum hvern þeirra. Afföllin
verða því hér 37 aurar og 104 þveiti sem við II. til-
breytíng, 3. tilvik.
V. Tilbreytíng. Tilbreyting þcssi nær frá
20011 til 2oo*8 og samsvarar hún III. tilbreytíngunni.
Efni tilbreytíngar þessarar er, að eigi lifa skapbætendr
nema til einhvers eins baugs, en skapþiggendr eru til í
'öllum stöðum. Fyrsta tilvik: Ef engir lifa í