Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 42
42
á höfuðið — þó að þeir hugsi ekki. Það má nærri geta,
að þrýstingurinn á höfðinu er ekki lítill, þegar þessi bákn
feruna fram hraðar en eimskip; af þessu hafa flatzt út höf-
uðbein hvalanna, svo að ekki eru þau lík því, sem gerist
fijá neinu öðru spendýri1, en auk þess hefur 'nlaðizt mjög
fita að beinunum, liklega meðfrain til þess að varna skemmd-
am á æðum af þrýstingnum; nú litur út fyrir að þessi spik-
þungi geti orðið svo mikill, að það sje hvalnum baga-
legt, en muni verða tegundinni að fjörtjóni ef það áger-
ist lið af lið, eins og líklegt er um allar slíkar breyt-
ingar.
Fyrir nokkrum árum var verið að saga sundur
hauskúpu af búrhvai (Physeter macrocephalus,
kaskelot) í garði dýrasafnsins i Kaupmannahöfn; voru skinin
hausbeinin 5000 pund að þyngd, en heilinn líklega svo
sem þúsund sinnum ljettari. Þar kom að hinn ágæti
dýrafræðingur H. Winge, sem manna bezt hefir vit á
allri gerð spendýra; benti hann okkur sem stóðum þarna
í kring á, að rjett fyrir aftan heilann i hvalnum, var ali-
mikill hlykkur á mænunni niður á við; kvað hann þetta
eins dæmi í byggingu spendýranna, og yrði ekki annað
sjeð, en að höfuðbeinin hefðu þárna beinlínis svignað
niður undan ofurþyngslum lýsisins, sem er eins og i skál
ofan á höfði búrhvalsins. Winge fanst rnikið um athug-
un þessa, því að hann taldi víst, að þarna mætti sjá »upp-
haf að endalyktum« búrhvalanna; tegundin væri feig úr
því að þau líffæri, sem mest er undir komið, væru tekin
að færast úr lagi, þvi að ekki mundi við þetta lenda.
Stærðin, sem framan af hefir verið búrunum gagn-
í : l
1) Selshausinn er þó þegar farinn að fletjast nokkuð, eins
og er í augum uppi, ef menn bera saman bauskúpur af selum og
hundum; en lítið er það sem selsbausinn hefur aflagast, hjá þeirri
umhreyting, sem orðin er á hvalshausnum.