Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 12
12
þá skal sá maðr, er skyldastr er hinum dána, »láta virða
fé þat til brends silfrs alt« Grg I a, 237 og 238, II, 87.
Þar sést að silfr er talið i Noregi áttfalt við lögaura, því
að í Grg. I a, 241 segir að hann skal »gjalda hálfu færi
aura brenda hér en hann tók austr«; en í Grg. II, 88
stendur: »Þat skal virða til 6 álna aura, ok gjalda hér
hálfa mörk (sex álna aura) fyrir eyri (silfrs)«, þ. e., hann
skal gjalda helmínginn. Kristinna laga þáttr er nú sam-
inn milli 1123 og 1133, sem fyrr er sagt, og er þa5
sýnt, að þá hefir biskupum vorum þókt brenda silfrið-
eigulegra en bleika silfrið, þótt hið brenda væri nálega
hálfu dýrra. Ætla má þó að bleika silfrið hafi þá eigi
verið alveg horfið úr viðskiftum manna. En þess er að
gæta, að bleika silfrið gekk í allar »stórskuldir« eðr stór
gjöld, svo sem í niðgjöld eftir baugatali; en tíundargjöld-
in voru smágjöld.
Viti menn nú hvert silfr er, hvort bleikt silfr eðr
brent, og í annan stað um hvern tima ræða er, þá er
lítill vandi að snúa silfri i lögaura, því eigi þarf annað*
en að margfalda með dýrleikshlutfalli silfrsins, þ.
e. með 4 eðr 8 eðr 71/* eðr 6. En ef snúa skal lög-
aurum í silfr, þá er að deila með hlutfallstölu silfrs-
ins. Stundum er það nokkurrar aðgæzlu vert að skilja
rétt aurareikning fornmanna og villast eigi á því að ætíð
er talið til stórhundraða, og eins að gefa því gaum hvort
talið er í 6 álna eðr 3 álna aurum. Skal eg því taka|fá-
ein dæmi alþýðumönnum til Ieiðbeiníngar. Vér þekkj-
um nú allir þenna stað í Gizurar statútu »tíu tigir fjár 6
álna aura«. Það er nú 100X6=600 al. = 3 hundruð;
en eitt hundrað 6 álna aura er 120X6=720 al. eðr 6
hundruð. Set eg þetta dæmi hér, því það er ein af hug-
myndum dr. Valtýs Guðmundssonar í ‘ ritgerð hans, er
síðar skal nefnd, að standi »hundrað« eitt sér í fornritum,.
tákni það hundrað aura, er þó eru 720 al., eðr, sé um