Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 164
I6.J
eigi uni á eptir .... Ef einhver yðar verður kaup-
maður, þá fer hann af landi brott, eins og fósturjörðin
fái þá eigi lengur borið hann, en skýtst út um hásumar-
timann, eins og flutningsfugl, til að leita sjer að krás, og
fer með hana heim að haustinu og situr að henni um
veturinn*.
Armann segir að landsmenn megi sjálfum sjer um
kenna alla apturför og niðurlægingu. Þeir afli sjer eigi
nægilegrar þekkingar og menningar, eins og feður þeirra
gerðu í fornöld. Landið sje eigi af sjer gengið. Hann
talar um fornöldina og reynir að vekja sómatilfinningu og
dug í mönnum, með þvi að minna á fornaldarhöfðingj-
ana og framkvæmdir þeirra og starfsemi. Að lokum lík-
ir hann saman íslandi og Grikklandi, harðviðrinu og
harðærunum hjá oss við meðferð Hund-Tyrkjans á Grikkj-
um, og endar með eggjunarorðum til dugnaðar.
Þriðji árgangurinn af Armann kom út 1831 og
fjórði árgangurinn 1832. Bæði árin fjölmentu menn til
alþingis, segir Baldvin, og Ármann flutti ýmsar ritgjörðir
um atvinnumál. í þriðja árganginum var stærsta ritgjörð-
in um garðyrkju eptir Baldvin sjálfan, en fjögur kvæði
og þrjár smáritgjörðir voru þar eptir aðra; hafði Finnur
M a g n ú s s o n ort þrjú af kvæðunum, en einhver ó-
nefndur maður ritað tvær af ritgjörðunum. í fjórða ár-
ganginum var merkasta ritgjörðin, »um landþingisnefnd-
ar skipun á íslandi«, einnig eptir Baldvin, en í honum
voru ritgjörðir eptir fimm íslendinga, og sýnir það að Is-
lendingar fóru nú að vakna ofurlítið og að rita um mál
sín. Þessar ritgjörðir voru þó stuttar og var meira en
helmingurinn af fjórða árganginum eptir Baldvin sjálfan1,
1) Til þess að sýna hve mikið Baldvin átti i Ármanni á
alþingi má geta þess að
1. árg. er VIII-)-212 bls., þar af Búnaðarbálkur 58 bls.,
eptir Baldvin 154 bls.