Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 167
lb7
unna nýjungum og breytingum, af því að þær eru nýjar,
og þeim mest, sem mest ber á, en þeir athuga ekki hvort
þær eiga við hjá oss eða ekki. Þótt þeir kunni að vera
næmir eða gáfaðir, hafa þeir eigi haft þrek nje staðgæði
til þess að afla sjer djúprar mentunar, og flysjungsháttur
er þeim svo eiginlegur, að þeir skorast opt undan, eigi
síður en menn úr öðrum flokki, að hjálpa til þess að
koma á nytsömum breytingum; þeir skilja eigi að munur
er að manns liði. Hins vegar hamlar þeim líka opt fje-
leysi, því að margir drykkjumenn, óreiðumenn og ráð-
leysingjar eru í þessum flokki. Þessir menn eru hje-
gómagjarnir og opt fleytifullir af hleypidómum. Þeir
fyrirlita alt íslenskt og þykjast hafnir upp yfir það að
vera danskir eða hálfdanskir. Þeir tala blending af ís-
lensku og dönsku, alt vitlaust og bjagað. Þeir þykjast
mest af því, sem þeim er eigi að þakka, svo sem gáfum
eða öðru, sem þeir hafa að erfðum fengið. Eins og menn
í öðrum flokknum eru þeir montnir af því, ef þeir eru
komnir af einhverjum nýtum manni, sjerstaklega af þvi
að þá sje meira haft við mann! Þessi flokkur er eigi
nærri eins fjölmennur og annar flokkurinn, en á dögum
Baldvins var hann fjölmennastur í kaupstöðunum.
Margir ætluðu að þeir Sighvatur, Þjóðólfur og Ön-
undur ættu að tákna fjórðunga landsins, og urðu gramir
út af því, hve mishátt fjórðungsmönnum væri gert und-
ir höfði. Baldvin skýrði frá því í formálanum fyrir
öðrum árangi að slíkt hefði eigi verið ætlun hans, og
sagði að menn af öllum flokkum væru til í hverjum
fjórðungi landsins. Þó gat hann þess að hann hefði lát-
ið Önund eiga heima á Seltjarnarnesi, af því að málið
versnar venjulega mest í nágrenninu við borgir, þar sem
margir útlendingar byggju og svo mundi það einnig
vera á Islandi.
Sumum syðra mislíkaði Önundur mjög og þótti