Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 194
i94
Við dauða Baldvins fjell tillaga sjóðsstjórnarinnar
um koll, en konungur úrskurðaði f>ó 19. febrúar 1833'
sökum álitsskjals hennar, að ekkja Baldvins skyldi fá 150
rd.1 Hún stóð nú ein uppi með tveimur ungbörnum.
Hið eldra þeirra var sveinn, sem heitir Einar Bessi.
Hann var kominn langt á annað árið, er hann misti föð-
ur sinn. Hann var síðan nokkur bernskuár sín á Is-
landi, í Enni hjá Lárusi Thorarensen. Með
tárin í augunum var hann síðan fluttur frá íslandi til
Holsetalands, þvi að hann vildi eigi fara frá íslandi, en
móðir hans og stjúpi vildu þá fá hann til sin. Síðan
hefur hann iengstum alið aldur sinn þar syðra og verið
um langan aidur tollembættismaður í Altona eða Ham-
borg, en nú hefur hann fengið lausn frá embætti og lif-
ir af eftirlaunum sinum. Hann er kvongaður góðri konu,
ættaðri frá Borgundarhólmi, og eiga þau son, er B a 1 d-
v i n heitir, mjög gjörvulegan mann. Jeg heimsótti þau
hjón 1887 og var vel fagnað; höfum við sjest nokkrum
sinnum siðan, er þau hjónin hafa komið hingað tii
Hafnar.
Annað barn Baldvins Einarssonar var dóttir. Hún
var tveggja vikna gömul, er faðir hennar andaðist, og var
skírð á greftrunardegi hans og nefnd B a 1 d v i n a. Hún
andaðist rúmlega ársgömul.
Ekkja Baldvins var auðvitað illa stödd, er hann
fjell frá. Hann hafði eigi getað látið eptir sig neina
fjármuni, er hún gat lifað af, og sjálf var hún þá með
köflum lengi mjög heilsutæp, svo hún gat ekkert unnið
sjer inn. En margir urðu til að rjetta henni hjálparhönd,
því að Baldvin var bæði vinsæll og vel metinn af mörg-
um. íslendingar í Kaupmannahöfn sýndu henni þá hjálp,
sem i þeirra valdi stóð að veita, og margir af kennurum
1) Nr. 157 F. a. u. p. Journal 8.