Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 176
176
Hann talar fyrst um, hvað þuifi til þess að tilgangi
tilskipunarinnar um fulltrúaþing verði náð í öllu rikinu.
Fulltrúarnir þurfa að vera margir, því að þá verður þekk-
ing þeirra, eða þmgsins i heild sinni, á hag þjóðarinnar
miklu fullkomnari en annars, og það er trygging fyrir
velferð hennar; hlutir rikisins eru svo ólíkir, að tveir eða
þrír fulltrúar geta eigi haft næga þekkingu á hverjum
liluta þess. Þess konar umhugsun mun einnig hafa verið
ástæðan til þess, að Holstein, Slesvík, Norðurjótland og
Sjáland ásamt eyjunum skyldi hvert eiga þing fyrir sig.
En einmitt þess vegna er svo erfitt að skýra það, hvern-
ig ísland geti átt fulltrúaþing í sameiningu með Sjálandi
og eyjunum, þar sem það er margfalt ólíkara þeim og
lengra t burtu, en nokkur hinna hluta ríkisins. Þess
verður að gæta, að Island er alveg ólíkt Danmörku, eink-
um Sjálandi og eyjunum, ekki að eins í því, er snertir
loptslag og landslag, skapferli og tungu íbúanna, heldur
eru og allir atvinnuvegir þar öðru visi en í Danmörku
og önnur skipun á öllu i þjóðfjelaginu. I fám orðum:
alt verulegt, alt það, sem fyrst og fremst miðar að því
að einkenna eða einstekja hverja þjóð, það er öðru visi á
íslandi en í Danmörku. Við þetta bætist að nákvæm
þekkiug á íslandi er mjög sjaldgæf, en þó einkum á
meðal þeirra, sem samkvæmt tilskipuninni mætti búast
við að mundu eiga sæti á fulltrúaþingunum í Danmörku.
Atkvæði tveggja eða þriggja fulltrúa, sem sendir væru frá
íslandi hlytu þvi að ráða, en er fulltrúar væru svo fáir
frá íslandi, er ástæða til þess að ætla að þeir gæti eigi
haft næga þekkingu á hinu víðáttumikla fósturlandi þeirra,
nje hvað við eigi og nauðsynlegt sje í ýmsum hjeruðum
Jandsins. Enn fremur er hætt við að eintjáningslegar
skoðanir og að hagur einstakra manna kynni að ráða of
miklu, er fulltrúarnir væru svo fáir. Þetta gæti því auð-