Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 190
190
í Reyðarfirði. í Kaupmannahöfn kyntist hann stúlku
þeirri, sem síðar varð kona hans. Hann varð henni eða
fósturmóðnr hennar svo skuldbundinn í peningalegu til-
liti, að því sem einn ættmanna hans hefur sagt mjer, að
hann þóttist eigi geta annað en bundist henni. Hvað
satt er í þessu veit jeg eigi. Eptir því sem frú Hildur
Johnsen, systir Kristrúnar, sagði, kom Baldvin heim til Is-
lands að kveðja Kristrúnu og hefur það hlotið að vera
sutnarið 1828 eða fyrri hluta þess sumars. Það ár fór
hann til íslands, en árið 1829 ekki, og hann mun aldrei
hafa sjeð ísland eptir það. Skilnaður þeirra Baldvins og
Kristrúnar olli þeim báðum hinnar mestu sorgar.
Baldvin virðist þó eigi hafa kvongast fyr en haust-
ið 1830, því að 21. mars 1831 skrifar hann föður sín-
um með fyrsta vorskipi að hann sje kvongaður og kon-
an þunguð. Stúlka sú, sem hann gekk að eiga, hjet
Johanne Hansen, oger sagt að hún hafi verið
óvenjulega frið sýnum, en eigi er mjer kunnugt um ætt
hennar og uppruna, og hef eigi heldur grennslast eptir
því. Um sumarið las Baldvin af kappi undir próf, uns
hann i september mánuði um haustið leysti hið skriflega
próf af hendi, og hið munnlega 21. október (1831) og
fjekk fyrstu einkunn.
Þá er Baldvin hafði tekið embættispróf fór hann
þegar að hugsa um að afla sjer fullkomnari þekkingar í
náttúruvísindunum, en honum hafði verið hægt á stú-
dentsárum sínum. 1. nóvember (1831) sótti hann um
330 rd. slyrk á ári af sjóðnum »ad usus publicos« til
þess að stunda náttúruvísindi á polytekniska skólanum.
Ætlaði hann að taka þar próf. Hann beið nú eigi svars,
heldur fór hann að ganga á skólann, af því að konfer-
ensráð Jónas Collin, sem var ritari sjóðsins, gaf
honum góða von um styrkinn; einnig hafði hann góð
meðmæli frá kennurum sínum, þar á meðal H. C.