Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 16
:á þriðjúng af vígsbótum eftir börn sín skírborin við bræðr
samfeðra ens vógna«. Hinn staðrinn er þó enn ljósari;
hann hljóðar svo: »Ef maðr drepr (þ. e. ber) mann, ok
varðar þat skóggang, enda á hinn at taka rétt sinn úr fé
hans, ef ásýnt varð, bauga tvo ena mestu* Grg. II, 369.
Hér er svo ljóst kveðið á um verð þrtmerkíngsins sem
framast má verða: Sá er barinn var svo á honum sá,
hann átti að taka úr fé hins rétt sinn, tvo þrímerkínga, þ.
e. »átta aurar ens fimta tigar lögaura« Grg. I a, 155.
Það er því bæði heimildarlaust og rangt af dr. Valtý að
telja þrimerkínginn þrjár merkr silfrs og slíkt hið sama
hina baugana. Hann getr eigi borið Vilhjálm Finsen fyr-
ir sig, því að hann telr manngjöldin í orðasafni sínu
Grg. III, 589 að vísu 15 merkr rúmar, en kveðr eigi á
um verðmæti þeirra.
Menn hafa nú sjálfsagt oftlega, einkum framan af,
greitt niðgjöldin í silfrbaugum eðr i öðru því silfri, er
þá var eigi betra silfr en lögsilfrið, eðr þá metið til lög-
silfrs, ef goldið var í brendu silfri. Til þessa bendir
niðrlagsgreinin í Baugatali: »Þat er silfr sakgilt í baug-
•um ok svá í þökum ok þveitum er eigi sé verra heldr
en var lögsilfr et forna .... Enda er rétt at gjalda þat í
lögaurum öllum« Grg. I a, 204. Ef nú goldið var í
lögsilfri, þá koma, eftir dýrleikshlutfallinu 1 : 4, sex aur-
ar silfrs á þrímerkínginn, 5 aurar á tvitugaurann, 4 á
tvímerkínginn og 3 á tólfeyrínginn; en hálfu minna ef
greitt var í brendu silfri fram til ársins 1080. En þótt
vér nú vitum, að verð niðgjaldanna var ákveðið í lögaur-
um en eigi í silfri, er eftir að vita upphæð niðgjaldanna
samanlagða, og siðan hvort allir frændr veganda og eins
hins vegna tóku þátt í þeim allir í einu eðr aðeins nokkr-
ir þeirra, og hið þriðja hve mikilli upphæð niðgjöldin
oámu hvert sinn í reyndinni eftir atvikum.