Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 146
146
ræður við menn og kynna þeim hugsamr sínar. I kaup-
staðarferðum þótti honum fýsilegt að kynna sjer mál
Dana og eiga tal við þá. Vanst honum það svo vel að,
að nokkrir danskir menn, sem hann átti tal við, spurðu
hvort hann hefði verið i Kaupmannahöfn. Þegar hjer var
komið hafði hann numið alla bændavinnu bæði á sjó og
landi. Hann var fyrir hákallaskipi föður síns, þá er hann
var á 18. ári og aflaði ágæta vel. Aform hans þá var
að verða bóndi og þótti hann í öllu fyrirtaks mannsefni.
Hann var fjörugur og fimur, öruggur og úrræðagóður
hvað sem að höndum bar, lipur í orðum og greindur,
hreinskilinn og einarður við hvern sem var að skipta,
glaðlyndur og greiðvikinn.
Veturinn 1820—1821 spurði faðir hans hann að,
hvort hann vildi ekki læra latínu og fara í skóla; kvað
hann sjer virtist hin mikla iöngun hans til að lesa bæk-
ur benda til, að svo ætti að vera, og kynni með því
gáfur hans að verða honum og öðrum að miklu gangi.
Baldvin játaði þessu glaðlega, og var þá gjört ráð fyrir
að byrja lærdóm um veturinn eptir. Ekki var vika liðin
þegar Baldvin hafði fengið sjer Badens latínsku málfræði
og orðabók (Nucleus); las hann í þeim með miklum á-
huga, þá er ekki bönnuðu sjóróðrar eða sauðageymsla.
Ofurlitla tilsögn fjekk hann hjá sjera Jóni Jónssyni
á Barði, er var þá búinn að segja lausu brauðinu og var
kominn að Efra-Haganesi, skamt frá Hraunum. Prestur
hafði svo miklar mætur á Baldvin, að hann lofaði að
koma sjálfur til hans á sunnudögum og segja honum til
í latínu; var það alls fimm dagar, sem þessu var við
komið. Um vorið ritaði Baldvin presti brjef á latínu,
og þótti honum það furðanlega vel tekist hafa, sagði, að
þó mikils væri áfátt væri samt í því góðir kaflar.
Um haustið 1821 kom faðir Baldvins honum fyrir
að Mælifelli til kenslu hjá sjera J ó n i prófasti K o n-