Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 156
i56
meira vanþekking en viljaleysi til þess að uppala niðja
sína vel. Af því að alþýðuskólar væru engir i landinu,
væri þeim mun nauðsynlegra að gefa út góðan leiðarvís-
ir handa alþýðu um það efni. Þeir vildu reyna að út-
breiða betri þekkingu um þetta meðal almennings, og ef
það tækist, vona þeir að velmegun muni vaxa og verða
almennari í góðu árunum og hallærin minna mannskæð.
Þeir biðja amtmann um að styðja ritið meðal amtsbúa
sinna, og hvetja þá, sem hann ætlaði færasta, til þess að
rita í það, eða senda þeim ritgjörðir sjálfur, ef honum
þóknaðist.
Sýnishornið, sem þeir sendu út, var 32 bls. og
byrjar á því að lýsa þeim þremur mönnum, sem koma
fram í öllum árgöngum ritsins. Það hefst þannig.
»Maður hjet Sighvatur og var Atlason; hann
var hár vexti, limanettur og vel vaxinn, skarpleitur í
andliti og vel eygður, bjartur á hár og nokkuð hrokkin-
hærður, ljettur á fæti og hvatlegur; hann var vel skapi
farinn, stiltur og hógvær, gætinn í orðum og mjög var-
kár í dómum sínum um þá hluti, er hann ekki þekkti
til hlitar. Hann var vel viti borinn og allra manna sið-
prúðastur í sinni stjett. Hann bjó norður i Skagafirði á
eignarjörð sirni, er hann hafði að erfðum tekið eptir föð-
ur sinn. Hann var búsýslumaður mikill, og búnaðist
honum vel, enda hirti hann nianna best um jörð sína;
þó var hann ekki ríkur haldinn, því hann hafði rr.ikla
fjölskyldu að annast. Það var eitt vor, er hann ferðaðist
sem optar suður á land til skreiðarkaupa, að hann áði á
Hofmannaflöt á [ónsmessunótt. Þar lágu tveir menn
fyrir er komið höfðu að sunnan og ætluðu norður; ann-
ar þeirra hjet Þjóðólfur og var ættaður úr FIóa«;
hinn nefndist Önundur og var þurrabúðarmaður af
Seltjarnarnesi. Báðum þessum mönnum er lýst. Þjóð-
ólfur er gamaldags bóndi, er fylgdi siðvenju forfeðra