Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 6
6
hafi nokkurri tima verið sleginn peningr fyrr en mótaðr
var Jóakimsdalrinn á Þjóðverjalandi og siðan rikisdalrinn
gamli eðr spesian i Danmörku. En aftr léðu menn silfr-
reikningnum orðið hundrað, svo þessi prjú nafnorð: eyr-
ir, mörk, hundrað, urðu sameiginleg hvorumtveggja reikn-
íngnum, og hefir það valdið miklum reikningsvafníngum
og villureikníngum síðan, og er þeim enn ólokið.
Það eitt hefir mönnum komið fyllilega saman um,
að 21/* mörk, svo og 20 aurar hafi verið í hundraði
vaðmála, enda verðr það eigi misskilið þá er nafngreindr
er 6 álna eyrir, og að orðið mörk þýðir 16 lóð og því
8 aura. Mönnum má og vera fullkunnug þessi grein úr
statútu Gizurar, því hún er lög þann dag i dag: »Þat er
iögtíund at sá maðr skal gefa 6 áina eyri á tveim miss-
erum, er hann á 10 tigu fjár 6 álna aura« Grg. II, 46
og I b, 2oy. Nú er 100X6=600 álna og sama sem
5 hundruð (stór). Verðr þá 100 aura í 5 hundruðum
eðr 20 aurar í hundraði En um hitt hefir verið og er
enn mikill ágreiníngr, hve margir aurar og hve margar
merkr verið hafi i hundiaði silfrs, og þá eigi síðr um
hitt hvort orðin eyrir og mörk, þá er þau standa óvið-
kend (abstract) eðr viðbótarlaus, skuli metin eftir vað-
málsreikníngi eðr stlfrreikníngi. En auðsætt er, að eigi
er auðið að ineta verðmæti vaðmála gegn silfri fyrr en
þeirri þrætu er slitið hve margir aurar og merkr voru í
hundraði silfrs
Það má nú sannarlega telja eðlilegast, að jafnmarg-
ir aurar og því jafnmargar merkr verið hafi í hundraði
silfrs sem i hundraði vaðmála, fyrir því að þýngdir þess-
ar voru fengnar að láni frá silfrinu. En vér þurfum eigi
á þessari sennilegu tilgátu að halda, því sagnagreinin í
Grg. I b, 192 sannar það fyllilega: »í' þanntíð er kristni
kom út hingat til íslands, gekk hér silfr í allar stórskuld-
ir, bleikt silfr ok skyldi halda skor ok vera meiri luti