Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 92
92
verið lagöur á kvörnina til að malast, og þessi skilning-
ur verður alveg eðlilegur, þegar þess er gætt, að »ór
Ýmis holdi | var jörð um sköpuð« o. s. frv. (Vafþr. 21.,
Grm. 40—^i), því að Ýmir eða Aurgelinir var faðir
Þrúðgelmis og afi Bergeltnis, og ræður að líkindum, að
fornmenn hafi hugsað sér líkami allra þessara frumjötna
sama efnis, og að hold þeirra allra gæti myndað mold
og aur, sem settist á »salar steina«„ svo að »grund«
mætti verða, »gróin grænum lauki«, er »sól skein á« þá
(Vsp. 4.). Með því að Ýmir lifði við mjólk Auðhumlu
(Gylf. 6), var það eðlilegt, að hold hans og niðja hans
gæti myndað frjóa mold, og kemur það hér fram, að
kýrin er í trú forfeðra vorra upphaf gróðrarlífs og dýra-
lífs, eins og hún hefir verið í trú Forn-Persa og Forn-
Inda. Nafnorðin m o 1 d og m ö 1 eru samstofna við
sagnorðin m y 1 j a og m a 1 a, og hefir hin mikla kvörn
í hafinu, sem malar grjótið og jarðveginn og myndar
aurinn og gróðrarmoldina, að líkindum verið kölluð
Græðir, sem síðan er orðið ókent heiti hafsins í heild
sinni í skáldskap fornmanna. Það var að búast við, að
hugmyndin um þessa miklu heimskvörn yrði óskýr og
gleymdist að mestu í kristni, og leifar hennar rynni sam-
an við söguna um kvörn Fróða, sem sjá má af formál-
anum við Grottasöng t Skáldskaparmálum og þjóðsögunni:
»Malaðu hvorki malt né salt«.
En það er ekki að eins vísa Snæbjarnar og vísu-
orðið í Vafþr. 3 5, sem bendir á heimskvörnina fornu,
heldur enn fremur það sem stendur í Lokasennu um
Byggvi og Beylu, »þjónustumenn Freys«, sem hvergi eru
að Rydberg gjöri Amlóða að jötni eða goði, er ráði fyrir hafinu
þótt það komi skýrt fram i bók Rydbergs (Germ. Myth. I. 42K
sbr. 432), að mjöl heimskvarnarinnar sé kent við Amlóða, af því
að hann kallaði ægissandinn mjöl, en ekki af því að hann malaði
sjálfur, eða væri neitt við kvörnina riðinn.