Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 201
201
heldur farið þar eftir fornum arfsögnum, öldungis eins
og með ættartölurnar frá Hrafnistumönnum, sem eru ó-
samkvæmar hver annari, svo sem Guðbrandur Vigfússon
hefir tekið fram (Safn I. 243), af því »menn skeyttu ætt-
ir sinar við fornaldarættirnar af handahófi, eftir því hvað
þeir mundu langt fram« (Safn I. 227). Það hefði verið
nær fyrir íslenzkan sagnfræðing að taka þessa skýringu
til greina, heldur en að aflaga ummæli Guðbrands1 og
taka undir með útlendum sagnfræðitigum í því, að væna
Arn fróða um visvitandi ósannsögli, sem enginn ætti að
leyfa sér, nema hann færði fylstu sannanir fyrir máli
sínu, en það hefir B. Th. M. ekki gjört fremur en G.
Storm, því að það er ógild ástæða, sem hann tekur upp
eftir Storm, að forfeður Höfða-Þórðar eru eigi taldir í
Viga-Glúms og Ljósvetninga sögum, og eigi nær að draga
þá ályktun af því, að »menn hafi eigi vitað nöfn for-
feðra hans«, heldur en að þeir hafi eigi þekt nöfnin á
feðrum Atla hins ramma, Helga magra og Þorgeirs Ljós-
vetningagoða, úr því sögur þessar greina ekki frá þeim.
Og þá er sú ástæðan ekki betri, sem B. Th. M. kemur
með (frá sjálfum sér?) um ætt Auðunar skökuls, að Álof
amma Auðunar sé »eigi talin meðal barna Ragnars i sögu
hans né í þættinum af sonum hans«. Þessar sögur dett-
1) Gr. Y. hefir ekki leitt nein rök að því, að menn
hafi eigi þekt „föður Kveldúlfs“ (sem nefndur er Bjálfi i Ldn. og
Eg.), heldur segir hann að eins: „nú þektu menn ekki næstu for-
feður Kveldúlfs“ .... og rétt á eftir, að Kveldúlfr sé „sá elzti
maður í þeirri ætt, sem vér höfum sögur af“. Með þessu skilst
mér eigi að G. V. vilji neita því, að faðir Kveldúlfs sé rétt
nefndur i Ldn. og Eg. (þótt vér þekkjum hann að eins að
nafni), heldur mun hann eiga við það, að móðurætt Kveldúlfs sé
skeytt af handahófi við Hrafnistu-ættina, sem hann efast þó ekki
um að Kveldúlfr hafi talið ætt sína frá, enda gjörir B. Th. M.
það eigi heldur, því að hann kallar Ketil hæng landnámsmann
„frænda Þórólfs Kveldúlfssonar11 (89. bls.).