Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 95
hituins, jarðar og heimsins neðra (Grm. 27—28), því að
ætla má, að fornmenn hafi hugsað sér kvarnaraugað yfir
Hvergelmi, norður á heimsenda, og að sjávarvatnið
streymdi ofan i það og upp úr því aftur, sbr. ísl. Þjóðs.
II. 518 (»Farðu norður og niður«), þar sem maður sá,
er hélt að sig mundi reka út í hafsauga, komst
loks til kvalastaðar fordæmdra. í Sólarljóðum eru heiðn-
ar konur látnar mala ntold til matar hinurn heiðnu mönn-
um sínum, og er þetta mikið kvalræði fyrir pær. Skáld-
ið notar hér heiðnar hugmyndir og lagar þær eftir sín-
um hugsunarhætti. I forneskju hefir það verið verk am-
bátta að snúa kvörn, og í Grottasöng eru það tröllkon-
urnar Fenja og Menja, sem neyddar eru til að snúa
kvörn Fróða. Heimskvörninni miklu snúa »níu brúðir
Eylúðrs1 út fyrir jarðar skauti«, og eru þær að öllum
líkindum hinar sömu og »níu jötna meyjar við jarðar
þröm«, sem taldar eru mæður Heimdallar í Hyndl. 35.
— Eftir Gylf. 27 segist Heimdallr sjálfur vera »níu
mæðra mögr«, »níu systra sonr«, og má skýra þá goð-
sögn á þann hátt, að Heimdallr tákni eldinn helga, sem
kviknar af snúningi heimskvarnarinnar, og er það likt
því sem fornindversk goðakvæði (Rigveda) segja frá upp-
runa eldguðsins Agni2, sem samsvarar Heimdalli í flestum
greinum (sjá Rydberg: Germ. Myth. I 440—47, II. 74
—82, sbr. Tim. Bmf. XIII. 161).
Nú er þess enn fremur að gæta, að faðir goðmagna
1) í Sn. E. II. 472, 556 er Eylúðr látið vera eitt af heit-
um Oðins, og er það seinni tíma tilbúningur, likt og að telja
Óðin föður Heimdallar (s. st.) eða afa Njarðar (Fas.2 II. 10 „Hv.
N. b.“ IY.), eða föður „Ingifreys11 (Fms. XI. 413).
2) Agni (sbr. lat. i g n i s) táknar þann eld, sem kviknar
við núning og var haldinn beilagur; en til var líka vanheilagur
og skaðvænn eldur, og slikan eld táknar Loki, sem er aðal-and-
stæðingur Heimdallar i Asatrúnni (sbr. ritgjörð mína: „Liserus =
Lýsir = „Litir“ i Ark. f. nord. Fil. XY. 255—58).