Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 179
179
Kjörgengi vill hann að sett sje við sömu skilyrði
og kosningarrjetturinn, en eigi við önnur harðari. Sjálf-
stæði manna fer mest eptir skapferli manna, en eigi ept-
ir eignum manna. Þessi eiginleiki kemur einmitt öflug-
ast í ljós, er við erfiðleika er að eiga. Það fer fjarri
þvi að hann vaxi með auðnum, heldur minnkar hann
hjá mörgum, er auðurinn vex og ástæður hlutaðeiganda
verða aðrar. Þó er vís atvinna nauðsynleg til þess að
geta verið sjálfstæður maður, en slíka atvinnu haía skatt-
bændur á Islandi. Einnig á að taka tillit til opinberra
prófa. Þeir, sem hafa tekið annað próf eða embættispróf
við háskóiann eða eru útskrifaðir úr Bessastaðaskóla, ættu
að hafa kosningarrjett og kjörgengi, er þeir hefðu náð
nægum aldri. Allir embættismenn ætru að hafa hvort-
tveggja.
Fulltrúar landsins mættu eigi vera færri en 30 sök-
um stærðar landsins, og leggur hann til að þeir verði
34. Þá ætti að velja á manntalsþingum til þess að spara
mönnum ferðalag og skýrir hann frá, hvernig haga mætti
kosningum. Þá minnist hann á að einn þingmanna sje
forseti og á þingsköpin og segir að lokutn að best sje
að halda þing þetta á Þingvöllum, því að Reykjavík sje
óþjóðleg og þar tefja ferðamenn á lestunum, er þingið
ætti að halda. Þar bjó þá enginn embættismaður nema
stiptamtmaður og landfógeti og sýslumaðurinn í Gull-
bringu og Kjósarsýslu, og bærinn dró þá keim af óment-
uðum, dönskum eða hálfdönskum verslunarmönnum. Þá
er málum væri lokið og þingi slitið, skyldu valdir þing-
menn með forseta í fararbroddi afhenda þau þeim manni,
sem konungur skipaði til þess að taka á móti málum
þingsins, og hann skyldi síðan senda þau stjórninni.
Baldvin vildi ekki að fulltrúar færu með þau utan, því
að bæði yrði það kostnaðarsamt og tafsamt, og allra síst
12*