Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 41
41 2
Það hafa sagt þeir sem ætla, að úrvalning náttúr-
unnar ráði mestu um breytingar þær, sem verða á líf-
tegundunum, að breytingar á dýrum fari ekki lengra en
svo að þær sjeu þeim gagnlegar1. En þetta er ekki rjett;
ógagnleg breyting getur verið óumflýjanleg afleiðing gagn-
legrar breytingar, og líklega er þetta ein af ástæðunum
til þess að dýrategundir hafa orðið aldauða. Þetta kemur
til af því, sem nefna mætti inertia evolutionis eða a 1-
f r e k j u framþróunarinnar*.
Orðatiltæki eins og það, að undan straumi heims-
rásarinnar beri hlutina ávallt lengra fram én þangað, sem
þeir virðast í fyrstu stefna, gefur ef til vill einhverja hug-
mynd um hvað jeg á við með orðinu »inertia evoluti-
onis«, en annars verður það ekki skýrt nema í löngu
máli, og skal það ekki gert hjer. En því nefni eg þetta
hjer, að hvalirnir eru að sumu leyti ágætt dæmi þessarar
alfrekju breytiþróunarinnar.
Elztu spendýr, sem kunnugt er um, hafa verið smá-
vaxin og hafa fléstir afkomendur þeirra farið stækkandi
eftir því sem tírnar liðu; það er í augurn uppi, að jafn-
vel þegar svo langt var komið sögunni, að forfeður hval-
anna voru orðnir vatnadýr, hafa þeir verið fjarska miklu
minni en stórhveli nútímans, sem af þeim eru komin.
Sú breyting á hvölunum, að þeir urðu stærri og sterkari
hefur óefað verið þeim til gagns framanaf; en aukinni
stærð og kröftum fylgdi tilhneiging til ennþá meiri vaxt-
ar, og í sum hvalakyn virðist beinlíms vera kominn of-
vöxtur, og breytingin, sem áður var til gagns, virðist nú
vera farin að horfa til tjóns. Ofvöxturinn hefur einkum
hlaupið í höfuð hvalanna, enda reyna þeir fjarska mikið
1) Sjá bækling þann um Darwinskenning, sem áður
var nefndur.
2) Inertia hefur á islenzkn verið nefnd aldeyfa, en alfrekja
virðist ekki síður rjett.