Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 191
Orsted, náttúrufræðingnum. Það leið nú og beið svo að
Baldvin fjekk ekkert svar. Loksins neyddist hann til þess
að rita Collin og biðja hann um svar, eða afsvar, ef eigi
væri hægt annað, til þess að hann gæti þá tekið annað
fyrir og annast konu og barn sitt; er auðsjeð að Baldvin
var þá í miklum vandræðum staddur. 23. apríl 1832
lagði stjórn sjóðsins til að hann fengi 350 rbd. í silfri
um eitt ár; getur hún þess, að hann þurfi ríflegan styrk,
ef duga skuli, af þvi að hann eigi konu og barn. Einnig
getur hún um að Baldvin geri gagn með þvi að gefa út
ársritið Armann til þess að styrkja atvinnuvegina á Is-
landi. Með úrskurði 3. maí 1832 samþykti konungur
tillögu stjórnar sjóðsins.1
Fám dögum síðar, n. maí 1832, sótti Baldvin ti!
Rentukammersins um 400 rd. styrk á ári í tvö ár af is-
lenska jarðarbókarsjóðnum til þess að stunda náttúruvis-
indi og búa sig undir próf á polvtekneska skólanum.
Hann getur þess að hann hafi fengið 350 rd. af sjóðn-
um »ad usus publicos«. Hann kveðst jafnan hafa lagt
stund á náttúruvísindi og getur um Armann og ritgjörð
sína um fulltrúaþingin. Vottorð fylgdu frá H. C. Örsted
og fleiri háskólakennurum í náttúruvísindum. Með kon-
ungsúrskurði 10. júlí 1832 voru honum veittir 300 rd.
í seðlum í tvö ár2.
Jafnframt því að Baldvin stundaði náttúruvísindi,
einkum eðlisfræði, á polytekniska skólanum, tók hann nú
að leggja allmikla stund á forna íslenska lögfræði. Vet-
urinn 1831 —1832 las hann grandgæfilega Grágás, sem
hafði þá komið út fyrir tveimur árum, og ritaði síðan
langa ritgjörð um Grágás, Bemœrkninger otn den gamle is-
1) Sbr. nr. 449, F. a. u. p., Journal 7.
2) Isl. kgel. Resolutioner 1830—32 sbr. einnig Islands
Journal 17, nr. 604.