Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 199
i99
mac Albdan« sem nefndur er í írskum árbókum um 860,
en bæði G. Storm og S. Bugge hafa haldið því fram, að
svo muni ekki vera, og Bugge telur það sannað, að bak
við fornsagnahetjuna »Ragnar loðbrók«
standi fleiri en einnfornmaður (Bidrag til
den ældste Skaldedigtnings Historie, 85. bls.). Hann
minnist og á það, að »Ragnarr Sigurðarson« sem nefnd-
ur er í Ragnarsdrípu Braga gamla, geti ekki verið sami
maður og »Raghnall mac Albdan« (Rögnvaldr Hálfdanar-
son), og tæplega sami maður og Ragnar sá, sem tór til
Frakklands 845. Sé drápa þessi eigi ort fyr en þessir
menn voru uppi, getur þó höfðingi sá, er hún ræðir um,
ekki fremur en þeir verið ættfaðir Olafs hvíta eða Har-
alds hárfagra, en samt eru líkur til þess, að Haraldur hár-
fagri hafi átt Ragnars-nafnið i ætt sinni og frændsemi
verið með honum og Danakonungum (sbr. E. H. Lind í
»Svensk hist. Tidskrift« 1896, 243. bls.). Danskir sagna-
menn hafa gjört Ragnfröð Danakonung, sem Einhard
getur um og féll árið 814, að sama manni og »Ragnar
loðbrók«, en viðurnefnið »loðbrók« finst ekki, svo eg til
viti, hjá neinum skáldum eða rithöfundum frá 9. eða 10.
öld, og mun enginn vita, hvernig á því stendur. Á n.
öld kemur það upp úr kafinu hjá útlendum sagnariturum,
að kalla nokkra fræga víkingahöfðingja frá 9. öld »Loð-
brókarsonu« (e k k i »Ragnarssonu«), en það hefir hingað
til verið ráðgáta sagnfræðinga, hvort þessir »Loðbrókarsyn-
ir« hafi verið synir Ragnfreðar (7 8ih), eða Ragnars (7
845), eða Rögnvalds (7 eftir 839), eða hvort móðir þeirra
hafi verið nefnd »Loðbrók«, eða einhver af forfeðrum
þeirra borið nafn þetta. Má vel vera, að það hafi upp-
haflega heyrt til einhverri ókunnri fornhetju, sem verið
hafi uppi á fornsagnaöldinni (eins og Haraldur hilditönn)
eða aldrei öðruvísi en í trú manna. Eigi er heldur neitt
því til fyrirstöðu, að sögur hafi verið til á 9. öld af ein-