Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 159
Því neitar hann og sannfærir Þjóðólf um að hann verði
að styðja þetta fyrirtæki með því að greiða sögulaun.
Síðan hvarf komumaður, en Þjóðólfur kvað þá nú
hafa sjeð, að enn væri Armann gamli á lífi. —
Baldvin fór heim til íslands um vorið 18281 2. Um
sumarið mun hann að líkindum hafa getað greitt eitthvað
fyrir tímariti sínu meðal manna Norðanlands, þar sem
hann kom, en þó voru undirtektir manna daufar. Um
haustið fengu þeir fjelagar fáa kaupendur, en með póst-
skipinu næsta vor bættust svo margir við, að þeir rjeð-
ust í að láta ritið koma út í þeirri von, að kaupendum
mundi fjölga. Baldvin mun þá hafa setst niður og ritað
fyrsta árganginn, því að hann er allur eptir hann, nema
Búnaðarbálkur Eggerts Olafssonar, sem þar er
prentaður; virðist Baldvin hafa lokið starfi sínu á sumar-
daginn fyrsta, því að þann dag er formálinn dagsettur.
Sumarið 1829 kom svo fyrsti árgangurinn af A r-
m a n n á a 1 þ i n g i heim til íslands. Útgefendurnir segja
í formálanum að þeir kalli hann Armann*, af því að hann
skyldi koma árlega, og »á alþingi*, af því að þeir vildu
að hann yrði alment lesinn. Baldvin valdi samtalsform
á tímariti sínu til þess að gera það aðgengilegra og læsi-
legra fyrir almenning. Hann vildi það yrði eins og allir
íslendingar kæmu saman á fund á Þingvöllum og ræddu
þar nauðsynjamál sin, um uppeldi og mentun, atvinnu-
1) Svo segir hann sjálfur í umsóknarbrjef um lengingu á
„tvöföldu kommuniteti“ til yfirstjórnar liáskólans og latinuskólanna;
brjefið er ekki dagsett en á þvi stendur að það hafi komið til
yfirstjórnarinnar 14. oktbr. 1828, og er það ritað i fyrri hluta
októbers. Ríkisskjalasafnið. tlniversitets og de lærde Skolers
Sager. Æ 566.
2) Ármann hét einnig einn af bergbúum Islands. Hann
bjó i Ármannsfelli skamt frá alþingi og hefur hann haldið vernd-
arhendi yfir alþingisstaðnum, því að enginn vættur hjó nær al-
þingi en hann. ^