Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 152
l>2
skóla, að hann gæti staðið jafnfætis samskonar skólunt
erlendis, og að auka verklega þekkingu í landinu, en all-
ar athugasemdir biskups miðuðu að því að sýna og
sanna, að alt væri harla gott eins og það væri, og eigi
þyrfti neinna breytinga við.
Orð dr. Mynsters um fjárhag skólans urðu til þess að
Baldvin tók að kynna sjer það mál og ritaði um það rit-
gjörð á dönsku, er hann fjekk Engelstoft1. í ritgjörð
þessari minnist Baldvin fyrst á stofnun skólanna 15 52 og
talar síðan um þau lagaboð og brjef konungs og stjórnar-
innar, er snerta fyrirkomulag og fjárhag latínuskólanna
fram til sinna daga. Hann kemst að þeirri niðurstöðu,
að skólarnir á íslandi hafi aldrei átt eignir, sem hægt sje
að telja í peningum, heldur kröfur til dómkirknanna að
Hólum og Skálholti um hæfileg skólahús, sæmilegt fæði
og laun handa fjórum kennurum, og fæði og húsnæði
m. m. handa 48 og síðan 1743 handa 40 Iærisveinum,
og að nú hvíli þessar kröfur á sjóði konungs, jarðabók-
arsjóðnum og ríkissjóðnum, samkvæmt konungsbrjefum
29. apríl 1785 og 2. oktbr. 1801. Hann minnist einn-
ig á það, hve dregið hafi verið af við skólann eptir því
sem peningarnir hafi fallið í verði. Þótt veitt væri að
nafninu til meira fje til Bessastaðaskóla um þær mundir
en til Hóla- og Skálholtsskóla, þá er aðskilnaður var
gerður á fjárhag biskupsstólanna og skólanna eptir 1735,
var það þó í raun rjettri minna, þvi að peningarnir höfðu
lækkað svo mikið i verði Hann getur þess að lokum,
að það sje eigi skólunum að kenna, þó gerðar hafi verið
óheppilegar breytingar á þeim, án þess að nauð-
syn hafi rekið til, svo nú sje skólinn illa kominn, og
1) Kitgjörð þessi heitir *Tillœg til Tanker om det
lœrde Skolevœeen i Ieland«, og er nú nr. 50 fol. í handritasafni
Bókmentafélagsins. Hún er 17 bls. þéttritaðar.