Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 150
150
ur um þjóðfjelagið, svo að þeir læri, hvað skylda þeirra
er. Ríkið á að helga og halda uppi minningu hinna á-
gætustu manna þjóðarinnar, það á að vekja hjá mönnum
dug og dygð, ættjörðinni til góðs, framfara og frægðar.
Þessi bók hafði vekjandi áhrif á Baldvin. Hann
fór nú að hugsa um Island og Bessastaðaskóla og hvern-
ig hann væri, og hvað skólanum væri ábótavant til þess
að hann ynni landinu það gagn, sem hann ætti að vinna.
Einnig íhugaði hann hvernig ráða mætti bót á skólanum,
og skrifaði upp hugleiðingar sínar um þetta.
Nokkru síðar vildi svo til, að Engelstoft talaði við
Baldvin um að íslenskir námsmenn væru illa að sjer nú
um stundir. Baldvin reyndi að skýra fyrir honum að á-
stæðan til þess væri sú, að skólinn væri svo ófullkom-
inn; aptur á móti mætti eigi um kenna skeytingarleysi
meðal kennnranna nje iðjuleysi meðal pilta. Hann bauðst
til þess að rita lýsingu af skólanum og ástandinu i hon-
um, og með þvi að Engelstoft tók því vel, fór Baldvin
að nýju að ihuga skólamálið og ritaði ritgjörð um það,
sem hann nefndi »Tanker om det lœrde Skolevœsen i
Islandi.
I ritgjörð þessari lýsti Baldvin fyrst mentunarástand-
inu á íslandi, og segir að ekkert hafi verið gert siðan á
14. öld til þess að efla verklega þekkingu eða »visindi« í
landinu. Hann skýrði frá upptökum Hóla- og Skálholts-
skóla, ástandinu i þeim og endalokum þeirra. Hann
lýsti síðan ástandinu i Bessastaðaskóla, kenslustofunum,
kenslugreinunum og kensluaðferðinni, einnig efnahag
skólans og líkamsæfingum pilta. Hann kom einnig með
tillögur um hvernig hægast mundi vera að endurbæta
skólann, svo að hann gæti staðið jafnfætis skólum í Dan-
mörku. Því næst leiddi hann rök að þvi, að þótt land-
ið eignaðist góðan latinuskóla, væri þó eigi sjeðnægilega
fyrir þörfum þess. Hann lagði því til að stofnaður væri