Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 45
45
umsköpun dýranna, en þó aldrei svo, að dýrin verði
aftur eins og forfeður þeirra voru. Hvalirnir verða þannig
til dæmis að taka, ekki aftur að fiskum, þó að vísu megi
nefna þá nokkurskonar fiska í æðra veldi.
Vjer sjáum líka á þvi, sem sagt hefir verið, að
breyting á dýrunum er ekki alltaf sama sem framför;
fuglinn sem missir flugið og verður að gangdýri eða
sunddýri, hverfur aftur til ófullkomnara hreyfingarlags, en
þó mun það oftasl hafa orðið dýrinu hentugra af einhverjum
ástæðum. Dýrin keppa ekki að fullkomnun að öðru
leyti en því, að þau sjeu sem bezt í samræmi við sitt
umhverfi; innýfladýrin sýna bezt, hvernig »framþróun«
getur verið mjög mögnuð afturför að því er fullkomnun
vaxtarlagsins snertir.
Það sem breytingunum kemur á stað er einkum
viðleitni dýranna á að laga sig eftir breyttum lífsskilyrð-
um. Það er sfrekjan til fjörsins«, sem kemur dýrinu til
að neyta allrar orku til að forða sjer fjörtjóni, og annað
hvort ferst það, eða venst breytingunni, sem orðin er
á högum þess. Vaninn, sem er svo þýðingarmikill í
lífi einstaklingsins, hlýtur að vera ennþá atkvæðameiri þeg-
ar um langar raðir af ættliðum er að ræða. Og jarðsag-
an hefir frá nógum breytingum að segja á högum lífs-
ins, á þeim og þeim staðnum; þar segir af eldsumbrot-
um, umskiftum lands og sjávar, nærri ótrúlegum breyt-
ingum á landslagi og loftslagi. Að tala um sjálfkrafa
breytingar eða tilbrigði á lifandi verum (spontan variatión)
þýðir ekkert annað en það, að menn viti ekki hvað
breytingunum veldur, og er það að vísu satt um margar
af þeim; en þetta sem nefnt hefir verið, sýnist vera
beinasti vegurinn til að skilja nokkuð í því hversvegna
þessar miklu umskapanir hafa orðið á dýrunum.
J. B. Lamarck (1744—1829) hjet sá, sem bent