Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 17
i7
Baugar, þök og þveiti, talin í aurum lögaura.
1. Þrímerkíngr 24 aurar, baugþak 6 aurar, þveiti 48
2. tvitugauri 20 — 1 1 4- 1 1 1 KJ
3. tvímerkingr 16 — 3 — 24
4. tólfeyríngr 12 — 2 — —— 16
72 aurar 15 aurar þveiti 120
Menn vita eigi hve mikið þveiti hafi verið að verði,
«n það eitt vita menn að það þýðir mestu smæð eðr
smælki. Verið getr að þveiti1 2 hafi að verði samsvarað
peningi þeim eðr verið peningr sá er Snorri Sturluson
getr um í Olafs sögu helga 146. kap., »er 10 væri fyr-
ir alin vaðmáls«. Verða þá 120 þveiti 12 álnir eðr 2
sex álna aurar.
Hverir frændr voru baugbætendr og baugþiggendr?
1. að þrímerkingi, faðir, sonr, bróðir,
2. að tvitugaura: föðurfaðir, sonarsonr, móðurfaðir, dóttur-
sonr,
3. að tvimerkíngi: föðurbróðir, bróðursonr, móðurbróðir,
systursonr,
4. að tólfeyringi: bræðrúngar, systkinasynir, systrúngar.
Eftir bauga er í Grg. I a, 201 fyrst talin baugrygr
jþ. e. dóttir veganda eðr hins vegna, og skal hún bæta
þrímerking ef enginn er skapbætandi til höfuðbaugs en
viðtakendr eru til. Eins skal hún taka þrimerkíng, ef
eigi er skapþiggjandi til höfuðbaugs, en skapbætendr lifa.
Þá koma næstir »sakaukar« fim, er taka skulu og
bæta »allir saman« 12‘/2 eyri*. Síðast eru taldir sex fjar-
1) Orðið Döjt í dönsku mun eiga kyn sitt að rekja til
þveitis. Ikke en Döjt er á islenzku ekki grand. Skyldi
nú grand eigi vera tilbúningr úr Gran?
2) I Grg. stendr „12 aura ok 5 pennínga vegna“. Ef nú
40 en eigi 60 penníngar vegnir voru í eyri vegnum af lögsilfri,
þá verða 5 penníngar vegnir hálfr eyrir lögaura.
2