Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 91
lætur hann kalla sandinn á sjávarströndinni rnjöl storma-
kvarnarinnar (»eadem — o: farra — albicantibus maris
procellis permolita esse respondit«, Sax. III. 141). Það
hlýtur að vera átt við þessa kvörn í Vafþrúðnismálum
35. er., þar sem Vafþrúðnir segir svo um Bergelmi: «Þat
ek fyrst of man | er sá hinn fróði jötunn | á var lúðr of
lagiðr«, því að lúðr er kvarnarstokkur (og stundum kvörn
í heild sinni), og getur í þessu sambandi varla þýtt ann-
að, því að fjarstæða væri að ímynda sér, að Bergelmir
jötunn hefði verið lagður á hljóðfæri (herlúður), enda finst
1 ú ð r alls ekki í þeirri merkingu í Eddukvæðunum.
•Guðbrand Vigfússon hefir grunað, að hér væri um týnda
goðsögn að ræða (»some ancient lost myth« Dict. 399),
og Fritzner hefir líka efast um (í orðabók sinni, útg.
1867, 418. bls), að sá skilningur á þessum stað væri
réttur, sem kemur fra n í orðunum í Gylf. 7., »hann fór
upp á lúðr sinn«, en orðum þessum hefir verið brevtt i
»hann fór á bát sinn« i fyrstu útgáfu Snorra-Eddu, og
»lúðr« síðan skilið um bát, sem Bergelmi hafi bjargað
sér á og konu sinni. Rydberg hefir sýnt, að það er
fráleitur misskilningur, að laga svona sögu Bergelmis eft-
ir sögu Nóa, og það er alt annað, að vera lagður á
kvarnarstokk eða fara sjálfur upp á hann til að bjarga
sér, eins og Snorri hefir líklega haldið að Bergelmir hafi
gjört.*. Það liggur næst að halda, að Bergelmir hafi
1) Hér er annars Ijóst dæmi upp á það, hvernig sumir
þeir, sem fást nú við goðfræðisrannsóknir, hafa gengið fram hjá
röksemduni itydhergs og haldið fast við þær skvringar, sem ná
■eigi neinni átt, eða rangfært orð hans, til að geta hnjátað í hann,
af því að þeir ern yfirleitt mótfallnir stefnu hans og rannsóknar-
aöt'erö. Það stendur enn i goðafræði Mogks (frá 1891), sem
lilotið hefir mikið lof og þykir eiga það skilið (Tim. Bmf. XIV.
228.), að Bergelmir hafi bjargað sér á báti úr flóði því, er kom
af blóði Ymis „(Xur Bergelmir entkommt auf seinen Naehen,,
Myth. 1113. bls.), og A. Olrik segir (Ark. f. nord. Fil. XV. 361.),