Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 11
til vill sökum þess að þau handrit er vér nú höfum eru
eftirrit af eldri handritum en frá 1253. Enda komust og
þá goðorðin í fárra manna hendr. I stað fjórðúngsdóma
■eðr lögdóma komu gerðardómar fárra manna. En sem
menn nú gæta þess að 3. og 0. kap. Kaupbálks er eigi
annað en endrtekníng á fyrirmælum Grágásar um lög-
aura, um stikumál og um fjárlag, að eins með nokkrum
iorðnum breytíngum (sbr. Grg. I b, 141, II, 288—09, I
b, 192—95 og 246—48), þá liggr í augum uppi, að hér
er eigi um laganýmæli árið 1281 að ræða, heldr hitt að
breytíngarnar á fjárlaginu, og þá einkum á silfrverðinu,
er mestu nema, hljóta að vera talsvert eldri. Hið mikla
niðrfall á dýrleikshlutfalli silfrs úr 7'/2 ofan í 6 vottar
ljóslega, að það hefir eigi orðið á fám árum og allra sízt
alt i einu. Það mun því fara sönnu næst, að álíta svo
sem verð silfrs hafi farið smálækkandi frá því um 1190
til 1281 ofan úr 7l/a til 6. En eigi er hægt að árfæra
lækkunina. Eftir því sem næst verðr komist hefir þá
silfrverð hér á landi gegn lögaurum verið þetta:
1. til þess 1080 sem 1 : 8.
2. frá 1080 til þess um 1190 sem 1 : 7'/*, og
3. síðan lækkað smám saman til 1281, er það var
orðið setn 1 : 6.
En gullverðið var einlægt hið sama sem 1 : 60.
Eftir þessum upphæðum verðr að fara, ef snúa skal
silfri í lögaura eðr lögaurum í silfr og menn vita tímann
og eigi sé urn lögsilfr hið forna að ræða, er var meðan
það stóð sem 1 : 4, svo sem fyrr er sagt.
A ýmsum stöðum í fornlögum vorum er talað um
brent silfr. í Kristinna laga þætti Grg. I a, 14, II, 16
segir um greiðslu á kirkjutíund: »hann skal gjalda þat fé
í vaðmálum eða vararfeldum, eða igulli eða brendu silfri«.
Sama er sagt um biskupstíund Grg. I a, 20, II, 23. Ef
maðr andast erlendis og erfingjar hans eru hér á landi,