Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 87
8?
eða koma honum af fótunum. Var því um hvorttveggja
að gjöra, afl og mjúkleika. Á þessari aflraun bygðist
leikur sá, er kallaður var hornaskinnleikur eða
hráskinnsleikur. Fimm menn tóku hráblautt
skinn, hnoðuðu þvi saman og höfðu það fyrir leiksopp;
fjórir skipuðust í horn og köstuðu skinninu milli sín, en
hinn fimmti stóð á miðju gólfi; hann »var úti« og
skyldi ná því. Hann hljóp nú til og reyndi að henda
skinnið á lopti; en það var hægra ort en gjört, því að í
mörg horn var að h’ta og hátt kastað. Vænlegast var
honum að standa í miðju þar til er hann sá, hvert mið-
að var, taka þá snöggt viðbragð og ráða að þeim, er til
var kastað, henda frá honum skinnið eða svipta því af
honum ella, áður en hann fengi sent það öðrum. Komu
honum þá ýms brögð í góðar barfir, og voru þau einu
nafni nefnd skinnleiksbrögð. Ymist hratt hann
keppinaut sínum til hliðar eða beygði sig snöggt niður,
eí hinn sat, greip í fætur honum og dró hann fram á
gólfið burt frá skinninu. Ymist brá hann honum til
glímu. Næðu báðir í bjórinn, sviptust þeir um hann
sem áður er getið um skinndrátt. Það er auðsætt, að
leikurinn vai ærið umsvifamikill og þreytandi, enda
t ó k u menn h v í 1 d i r af og til. Áhorfendurnir hörf-
uðu undan upp í bekkina. Og margur leikenda hlaut
meiðsli af þessu gamni. Þannig er þess getið um Árna
biskup Þorláksson, er hann var eitt sinn í æsku við
skinnleika í Kirkjubæ, að hann datt á arinhellu og
meiddi sig í kné.
Þótt framanskráð yfirlit sé stutt og ónákvæmt, vona
eg eigi að síður að það nægi til að gefa í skyn, að í-
þróttaæfingar og skemmtanir fornmanna mega teljast með-
al hinna frjóaugðari frækorna að þroska þeirra, andlegum