Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 149
149
á, að sá eini skóli, sem ísland átti þá, væri í góðu lagir
og hve skamt landsmenn voru á veg komnir í öllu því,
er jarðrækt snertir1.
Veturinn 1827 til 1828 las Baldvin bók eptir há-
skólakennara Laurids Engelstoft, sem heitir
Hugleiðingar um þjóðaruppeldi (Tanker om
Nationcilopdra°elsen. Kbhavn 1808). Engelstoft segir að
uppeldið sje beinasti vegurinn til þess að vekja þjóðar-
anda og ættjarðarást; hann eggjar menn á að reyna það,
svo að hver danskur maður finni þegar frá fyrstu bernsku-
árum sinum að hann er borgari í ríkinu. Hann segir að
hin göfgu orð ættjarðarást og ættarlands
s a g a sje orðin vanheilög í augum hinna hræsnisfullu
feðra. Vjer erum þó bundnir við ættjörðina; sá blettur,
sem vjer stígum á, sd tunga, sem vjer tölum, þeir siðir og
venjur, sem vjer höfum og eigingirnd vor bindur oss við
ættlandið. En til þess að ástin til landsins skuli eigi kólna,
heldur lifa með fullu fjöri, á hver maður að fræðast um
land sitt; hann á að læra lýsingu þess og sögu; hann á
að kynnast lögum þess og stjórnarskipun; hann á að fá
ljósa hugmynd um störf og afrek hinna ágætustu manna
landsins. En jafnframt þessari andlegu uppfræðslu á að
leggja mikla alúð við hið líkamlega uppeldi. Bæði sál
og líkama á að herða með líkamlegum æfingum, reglu-
semi og siðsemi, svo að menn verði hraustir og skyn-
samir og fagurt samræmi á milli sálar og líkama. Allir
unglingar ættu að fá ljós og skipulega samin kver í hend-
1) Jón Sigurðsson ætlar að „Ritgjörð um birkiskóga við-
urhald, sáningu og plöntun á Islandi“, sem Rentukammerið ljet
prenta 1827, sje fyrsta rit Baldvins (sbr. Ný Félagsrit 8. ár, bls.
VIII—IX), en ritgjörð þessa samdi 0 d d u r læknir Hjaltalin
upp úr danskri ritgjörð eptir L a u r u p . Bjarni amtmaður Tbor-
steinsson bað hann um það að undirlagi Rentukammersins. Is-
lands Journal 16, nr. 241.