Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 63
6?
ið, »að Guðmundi var gjör mítur og bagall og messu-
föt, kirkja og altari, og skyldi hann vera biskup í leikn-
um, en Ogmundi var gjör öxi, skjöldur og vopn og
skyldi hann vera hermaður*. — Eptir að drengurinn var
kominn vel á legg, vöruðust foreldrarnir að hefta sjálf-
ræði hans meira en nauðsyn bar til. Hann varð að
venjast við að kunna fótum sínum forráð og kenna sjálf-
um sér afleiðingarnar af gjörðum sínum. Leikbræður
mátti hann velja sér að sínu skapi. Tiginbornir og jafn-
vel þrælbornir sveinar leika saman. En væri hörgull á
leikbræðrum, réðu foreldrarnir einatt bót á þvi með öðru
af tvennu, að íá syni sinum fóstbræður eða gefa honum
sem tíðast kost á að koma saman við sveina lír ná-
grenninu. Þeim þótti miklu skipta að hann heíðist sem
mest við undir beru lopti, rækti líkamsfjör sitt og yki
metnað sinn í samkeppni við jafnaldra sína. Opt var þó
sveinunum settur einskonar umsjónarmaður eða »fóstri«,
og var það að jafnaði trúnaðarþjónn húsbóndans eða ná-
kominn ættingi. Mun það einkum hafa verið ætlunar-
verk hans að kenna þeim vopnaburð og aðrar íþróttir,
er forráðamenn sjálfir fengu því eigi við komið. Ymist
t e m u r hann þá við skotfimi, kennir þeim að
beina ör af streng, að skjótaskapti (= spjóti) og
v a r p a s t e i n i. Mark var reist og kallað s k o t-
spánn; stóð það allhátt, á hól eða bakka (sbr. »a ð
fara í skotbakka«). Spjótkast var einnigæft þann-
ig, að hver skaut að öðrum; var þá um tvent að gjöra,
að hitta andstæðinginn og grípa spjót hans á lopti.
Fimlegt þótti að kunna að skjóta tveim spjótum senn,
með hægri og vinstri. Til skotæfinga voru hafðar odd-
sljóar örvar (b a k k a k ó 1 f a r) og spjótsköpt. Stein-
snar var æft sakir þess, að með því hófust flestar orust-
ur. Ymist temur fóstrinn sveinana við skilmingar,
kennir þeim að leggja spjóti (sverði), h ö g g v a.