Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 5
5
V aðmálsreikníngr Silfrreikníngr
hundrað merkr aurar álnir hundrað merkr aurar örtugar
1 2 */, 20 120 1 27, 20 60
1 8 48 1 8 24
1 6 1 3
í vaðmálsreikníngnum hefir nú upphaflega verið til
reikníngseindin ein alin og álnirnar svo lagðar saman uppí
stórt hundrað, sem er hæsta reikníngseindin. En svo
hafa menn skjótt fundið, að miklu hentara væri í öllum
stórreikningum að hafa til stærri reikníngseindir en alin-
ina, sem þá væri margtala (multiplum) af alininni, svo
sem enskir skillingar eru margtala af peníngum og enskt
pund af skillingum. Líkt var þessu varið fyrrum á Eng-
landi í tið Engilsaxa og síðar. Þá voru eigi aðrir pen-
íngar til slegnir en s i 1 f r p e n n í n g a r (silvetpennies)
og litið eitt af h á 1 f p e n n i n g u m (half pennies). En
penningar þessir þóktu of smáar reikningseindir, sem alin-
in hjá forfeðrum vorum, bjuggu menn sér þvi tii reikn-
íngseindina s k i 11 í n g, er með fyrsta gilti 4 til 5
penninga, þar til Vilhjálmr konungr fyrsti (1066—
K187) gerði skillínginn að 12 penningum, er haldizt heíir
siðan. En þó voru skillíngar eigi slegnir fyrr en á dög-
um Hinreks konungs sjöunda (1485—1509)'. En forfeðr
vorir lánuðu þessar sínar reikníngseindir eðr þessi verð-
nöfn, mörk og eyrir, úr þúngatali gulls og silfrs, handa
landaurareikníngi sínum. Var eyririnn 2 lóð að þýngd
en mörkin 16 lóð sem nú. Eigi veit eg til að eyririnn
1) W. Stanley Jevons: Money and the mechanism of
exchange 70—71. Jevons getr um aðrar fleiri reikningseindir
en skillínginn, þar á meðal um ora og mark, sömu nöfnin sem
eyrir og mörk, enda hafa nöfn þau gengið um öll Norðrlönd,
Orkneyjar, Hjaltland og Færeyjar, og lifa enn í öllum þess-
um eyum.