Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 69
69
u n n a r fyrir afls sakir og stillingar. Hann ríður þá
stundum sjálfur umhverfis svæðið og horfir yfir af hest-
baki. Til þess að gjöra hestinn ólmari og áræðismeirr
við vígið, voru hryssur hans hafðar bundnar í nándinni.
Að þessu lúta svívirðuorð Finns Arnasonar við Harald
harðráða, er hann spurði, hvort jarl vildi þiggja grið af
Þóru drottningu, frænku sinni: »Eigi er furða þótt þá
bítist vel, er merrin fylgir þér!« Þar sem frábærlega
góðir víghestar áttust við, stóð einatt lengi á viðureign-
inni; þeir gengust að margar 1 o t u r og voru látnir taka
hvíld á milli. Sigurinn var unninn, er annar r a n n eða
hné til jarðar. Varð þá óp mikið. Mætti trauðla á milli
sjá, hvor sigrað hefði, var það lagt undir atkvæði manna,
er kosnir höfðu verið í því skyni áður en atið hófst.
Yrði enginn munur gjörður var vígið jafnvígi. En
þvi fór fjarri, að hestaþingin færu ætíð svo friðsamlega
fram, að afl hestanna fengi að ráða úrslitum. Þeir er
keyrðu beittu einatt ýmsum hrekkjum, er þeir sáu hest
sinn fara halloka; þeir Iju s t u hest andstæðingsins eða
s t u n g u hann a f t a k i með staf sínum. En eigi gjörðu
það aðrir en ójafnaðarmenn, nema ef illu var að mæta;
þá hlífðist enginn við að gjalda líku líkt svo sem að
hlaupa á lend hestinum og hrinda honum,
svo að hinn féll einatt aptur á bak ofan á keyrslumann
og þá, er honum vildu hjálpa. Komst þá allt í uppnám;
maður hélt á manni, en aðrir slógust með hestastöfunum,
er þeir náðu eigi til vopna.
»Hér verðr þröng á þingi,
þóf gengr langt úr hófi;
síð mun sætt með þjóðum
sett. Leiðisk mér þetta.
Rakklegra er rekkum
rjóða sverð í blóði.