Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 25
25
niðgjöld, er goldizt gátu i einu, voru 87 aurar vaðmála1
og hin lægstu 50 aura, og þó enn minni, ef að einhverj-
um baugi var hvorki til skapþiggjandi né skapbætandi.
Um niðgjöld firnari frænda er eigi að ræða, þau námu.
mest 21 */s eyris, og sættu lika afföllum sem baugarnir.
Þó vér svo leggjum hér við niðgjöld sakaukanna, 12*/*•
eyri að upphæð, fáum vér samt eigi hærri niðgjöld, »eft-
ir bauga« en 34'/e eyrir vaðmála i mesta lagi. Um nið-
gjöld bauggildismanna er þvi einúngis að ræða. Það'
stendr nú og vel heima, að »hundrað silfrs« sé »stinn
manngjöld«; en þó þvi að eins að miðað sé við bleikt
silfr en eigi brent. Enda segir það sig sjálft, að miða
skal við bleika silfrið eðr lögsilfrið forna, fyrir því að það
var lögmætr gjaldeyrir i niðgjöldum (Grg. I a, 204), en
menn voru eigi síðr þá en nú á dögum ófúsir á að gjalda
meira en þeir voru lögskyldir til, og meira gátu menn
og eigi heimtað. Að vísu vita menn eigi hve lengi lög-
silfrið stóð, en lengi gat það staðið og þó fengið viðr-
nefnið »et forna« á þeim tíma, er handrit vor af Grágás,
þau er vér nú höfum, voru færð í letr. Svo er það og
næsta líklegt eðr jafnvel sjálfsagt, að miðað hafi verið við
dýrleikshlutfall lögsilfrsins, er um sakbætr var að ræða,
og það jafnvel löngu eftir að lögsilfrið sjálft var horfið.
Dr. Valtýr Guðmundsson kemst nú að alt annari
niðrstöðu í ritgerð sinni »manngjöld — hundrað« í Ger-
manistische ^Abhandlungen 523—534. Höfuðvillan hjá
doktornum er sú, að hann tekr það alveg með trúarinn-
ar augum að manngjöldin hafi verið 13 merkr silfrs. Til
þess svo að fá samræmi milli þessarar upphæðar og
hundraðs silfrs, gerir hann hundraðið, er það stendr »eitt
sér« (= óviðkent) að hundraði aura silfrs, þ. e. hann
sexfaldar hundraðið með því að gjöra 20 aura að 120
aurum, og fær hann þannig 13 merkr silfrs, þvíi2oaur-
ar eru 15 merkr. Ennfremr, þá er hann fer að snúa