Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 19
19
og var þvi einn af sakaukum, hann fékk engar bætr
(Njálss. 93. og 99. kap.). Það stóðu því eigi lög til að
Lýtingr skyldi bætr taka, af því að baugþiggendr, þeir
bræðr Þráins, voru til Annað dæmi er það, er þeir
Lýtingr og bræðr hans vógu Höskuld Njálsson, að Njáli
sættist á vígið og tók sjálfr og synir hans við öllum
vígsbótunum; en Amundi hinn blindi, launsonr Höskulds,
fékk engar bætr. og var hann þó hinn helzti »sakauki«
eftir Baugatali. Og síðar, þá er Amundi biðr Lýting
bóta, ber hann það eigi fyrir sig, að hann hafi nokkra
heimtíng að lögum til bótanna, heldr eingöngu »at þat
mundi rétt fyrir Guði« (Njála 106. kap.). Dæmi þessi
eru fullgild, fyrir því að Njáll réð fyrir sáttunuin og
greiðslu vigsbótanna, maðr eigi siðr réttdæmr en manna
lögspakastr.
Það má því telja víst að deila skal viðtakendr alla
og bætendr niðgjalda í tvo flokka, baugþiggendr alla og
baugbætendr í fyrra flokkinn og sakauka og firnari frændr
í hinn siðara, er taka skyldi við þá er enginn var til í
fyrra flokknum. Baugrygr stendr sérstök svo sem milli
beggja flokkanna. Verða þá 87 aurar vaðmála hin mestu
niðgjöld, ef þveitum er slept, er goldist gátu í einu.
Hitt er auðsætt, að upphæðir vígsbótanna, er sögur vor-
ar tala um, voru eigi bundnar við upphæð niðgjaldanna,
því að þær voru komnar undir metorði gjörðamanna á
virðing og tign hins vegna, og voru þvi metfé. En það
eru vigsbætr, ef sæzt er á vígsmálið við vegandann og
hann heldr einn bótum uppi. Upphæð einfaldra vígs-
bóta var með fyrstu hin sama sem upphæð niðgjaldanna,
enda tekr orðið manngjöld yfir hvorttveggja. En nú sem
snúa skal niðgjöldunum í silfr, til þess að komast að
raun um hvort »hundrað silfrs« gat með réttu heitið
»stinn manngjöld«, þ. e. manngjöld í rífara lagi, þá er
2*